Skýrslutökum lýkur í dag

Skýrslutökum lýkur í dag.
Skýrslutökum lýkur í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag lýkur skýrslutökum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra kókaínmálinu svokallaða. Í lok dags mega fjölmiðlar því birta fréttir af því sem fór fram er sakborningarnir fjórir, sem taldir eru hafa reynt að smygla tæplega 100 kg af kókaíni til landsins, báru vitni 19. janúar.

Dómari bannaði fjölmiðlum við upphaf aðalmeðferðar að greina frá því sem kæmi fram í skýrslu­tök­un­um fyrr en þeim yrði að fullu lokið.

Í dag verða tekn­ar skýrsl­ur af fjórum hol­lensk­um lög­reglu­mönn­um í gegnum fjarfundarbúnað, en lög­regl­an þar í landi lagði hald á kókaínið sem var flutt með timb­ursend­ingu frá Bras­il­íu. 

Sakborningar hylja andlit sín.
Sakborningar hylja andlit sín. mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Jóns­son, Daði Björns­son, Jó­hann­es Páll Durr og Birgir Hall­dórs­son eru ákærður fyr­ir skipu­lagða brot­a­starf­semi, til­raun til stór­fellds fíkni­efna­laga­brots og hafa haft um­tals­verðar óút­skýrðar tekj­ur sem talið er að þeir hafi aflað sem ávinn­ings af refsi­verðum brot­um. Eru upp­hæðirn­ar frá 13 og upp í 17 millj­ón­ir á hvern ein­stak­ling, sam­tals 63 millj­ón­ir.

Hámarksrefsing fyrir fíkniefnainnflutning er tólf ára fangelsi, en ofan á það gætu bæst dómar fyrir peningaþvætti. Því er ljóst að ef mennirnir verða fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér langa fangelsisvist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka