Vilja taka á móti allt að 40 flóttamönnum

Ísafjörður.
Ísafjörður. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt til við bæjarstjórn að samþykkja að sveitarfélagið taki á móti allt að 40 einstaklingum í samræmdri móttöku flóttafólks frá 1. febrúar 2023 til 31. janúar 2024.

Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í morgun.

Þar var lagt fram minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað er eftir samþykkinu og lagt til að fólkið verði búsett í Súðavík og Ísafjarðarbæ. Gert er ráð fyrir því að bæjarstjóri undirriti samninginn síðar í þessum mánuði af hálfu Ísafjarðarbæjar.

Fram kemur í minnisblaðinu að Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur hafi síðan í mars í fyrra tekið á móti og veitt tæplega 30 manns á flótta þjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert