Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í dag klukkan 14 í Hörpu, en yfirskrift fundarins er Grunnu grænna samfélags. Meðal þeirra sem flytja erindi á fundinum eru fjármálaráðherra og forstjóri Landsvirkjunar. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan.
Hagnaður Landsvirkjunar á nýliðnu ári nam 161,9 milljónum dollara, jafnvirði 23 milljarða króna. Jókst hagnaðurinn um ríflega 13,4 milljónir dollara frá fyrra ári þegar hann nam 148,6 milljónum dollara. Þá lagði stjórn félagsins það til fyrir aðalfund félagsins að greiddur yrði arður upp á 140 milljónir dollara, jafnvirði 20 milljarða króna. Árið 2022 voru greiddar í ríkissjóð 120 milljónir dollara í formi arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2021.
Dagskrá: