Hafa staðið á móti straumnum

Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis. mbl.is/RAX

„Reynsl­an hef­ur sýnt að sí­fellt er verið að bæta við kaupauk­um í ýmsu formi til stjórn­enda án þess að það komi niður á háum föst­um laun­um.“

Þetta seg­ir Árni Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Gild­is líf­eyr­is­sjóðs, í inn­sendri grein í Inn­herja á Vísi.

Launa­kjör for­stjóra skráðra fé­laga hér á landi hafa verið nokkuð í umræðunni en öll eiga þau sam­eig­in­legt að vera að nokkr­um eða stór­um hluta í eigu ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða eins og Árni bend­ir á.

Upp­hæðir úr takti við það sem eðli­legt get­ur tal­ist

Árni tek­ur í um­fjöll­un sinni meðal ann­ars dæmi um launa­kjör for­stjóra Skelj­ar sem vöktu at­hygli á dög­un­um.

Hann ger­ir fyr­ir­vara í um­fjöll­un sinni um að for­stjór­ar fyr­ir­tækja sinni flókn­um og krefj­andi verk­efn­um og eðli­legt sé að launa­kjör þeirra taki mið af því en seg­ir um­rædd­ar upp­hæðir hins veg­ar úr takti við það sem eðli­legt get­ur tal­ist í ís­lensku sam­fé­lagi.

„Enda hef­ur Gildi síðustu ár beitt sér gegn þeirri þróun í launa­kjör­um sem við sjá­um nú raun­ger­ast. Sú vinna bygg­ir á hlut­hafa­st­efnu sjóðsins þar sem tek­in er einörð afstaða í þess­um mál­um, en þar seg­ir meðal ann­ars:

„Ef fé­lög ákveða að not­ast við ár­ang­ur­s­tengd launa­kerfi er rétt að föst laun séu að sama skapi lægri, sam­an­borið við fé­lög þar sem slík ár­ang­ur­s­tengd kerfi eru ekki til staðar,“ skrif­ar Árni og held­ur áfram.

Ítrekað beitt sér gegn þró­un­inni

„Gildi hef­ur ít­rekað beitt sér í sam­ræmi við þessa stefnu síðustu ár. Í fyrra greiddu full­trú­ar sjóðsins til að mynda at­kvæði gegn starfs­kjara­stefnu Ari­on á árs­fundi bank­ans. Stefn­an var engu að síður samþykkt.

Gildi greiddi at­kvæði gegn til­lög­um um breyt­ing­ar á starfs­kjara­stefnu og kaupréttaráætl­un á aðal­fundi Skelj­ungs 10. mars 2022 (nafni fé­lags­ins var breytt í Skel á sama fundi).

Gildi sat hjá þegar til­laga um starfs­kjara­stefnu Kviku banka var samþykkt á aðal­fundi fé­lags­ins 31. mars 2022 og greiddi at­kvæði gegn starfs­kjara­stefnu Mar­el á aðal­fundi 16. mars 2022 sem og til­lögu um hluta­bréfa­tengt hvata­kerfi.

Þá greiddi Gildi at­kvæði gegn til­lögu um starfs­kjara­stefnu sem inni­hélt kaupauka­kerfi á aðal­fundi Icelanda­ir 3. mars 2022.“

Lagt mikið í sem litlu hef­ur skilað

Í niður­lagi grein­ar sinn­ar ræðir Árni þá staðreynd að Gildi hafi oft­ast einn fjár­festa á markaði staðið á móti straumn­um hvað þess­ar starfs­kjara­stefn­ur varðar.

Hann seg­ir mikla vinna hafa verið lagða í grein­ar­gerðir og rök­stuðning fyr­ir af­stöðu sjóðsins.

„Því miður hef­ur niðurstaðan oft­ast verið sú að starfs­kjara­stefn­urn­ar eru samþykkt­ar, sem að lok­um leiðir til launa- og bón­us­greiðslna eins og rakið hef­ur verið hér að fram­an.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert