Hart tekist á um rétt kvenna eftir bakslag

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á 67. fundi Kvennanefndar Sameinuðu …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á 67. fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í gær. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Vegna þess að við höf­um átt svo öfl­uga kvenna­hreyf­ingu meðal ann­ars, og náð mikl­um ár­angri á sviði jafn­rétt­is­mála – þó að okk­ur finn­ist aldrei nóg að gert og að það séu alltaf verk­efni fyr­ir hönd­um og svo sann­ar­lega erum við ekki búin að ná fullu jafn­rétti – en vegna þess að við höf­um náð ýms­um merk­um áföng­um, þá finn­um við að það er mikið hlustað á okk­ar rödd í þess­um mála­flokki,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is. 

Katrín er nú stödd á 67. fundi Kvenna­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna (CSW67) í New York í Banda­ríkj­un­um. Yf­ir­skrift fund­ar Kvenna­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna í ár er Ný­sköp­un og tækni­breyt­ing­ar og mennt­un kvenna á sta­f­rænni öld – Í þágu jafn­rétt­is og vald­efl­ing­ar kvenna.

Fund­ur­inn hófst í gær og flutti Katrín þá ávarp þar sem hún flutti yf­ir­lýs­ingu Íslands í þess­um mál­um. 

Líta til Íslands 

Í lok fund­ar­ins, eft­ir tvær vik­ur, kem­ur út yf­ir­lýs­ing og seg­ir Katrín að bú­ast megi við harðri samn­ingalotu þar sem að harka­lega verður tek­ist á um mála­flokk­inn. 

„Það eru mjög ólík sjón­ar­mið þegar kem­ur að kyn­bundnu of­beldi, rétti til þung­un­ar­rofs kvenna og rétti kvenna yf­ir­höfuð til að ráða yfir eig­in lík­ama. Það er því tek­ist á um grund­vall­ar­gildi á þess­um fundi.“

Spurð hvort aðrir fund­ar­gest­ir líti upp til Íslend­inga seg­ist Katrín ekki geta sagt svo endi­lega. 

„En þeir líta til okk­ar,“ seg­ir hún og nefn­ir fund með nor­ræn­um ráðherr­um í gær sem var þétt­set­inn. 

Katrín tók einnig þátt í viðburði norrænna jafnréttisráðherra um aðgerðir …
Katrín tók einnig þátt í viðburði nor­rænna jafn­rétt­is­ráðherra um aðgerðir gegn kyn­bundnu of­beldi á net­inu. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Þar var sta­f­rænt kyn­ferðisof­beldi meðal ann­ars til umræðu og það sem Norður­lönd­in hafa gert í þeim mál­um. 

„Al­veg feyki­lega áhuga­verð umræða því að kannski má segja að of­beldið sem við þekkj­um úr raun­heim­um er líka til staðar í net­heim­um,“ seg­ir Katrín og nefn­ir ís­lensk­ar kann­an­ir sem sýna að mjög hátt hlut­fall kvenna hef­ur orðið fyr­ir ein­hvers kon­ar sta­f­rænu kyn­ferðisof­beldi. 

„Ég held að styrk­leiki Norður­land­anna í þessu sé að við erum óhrædd að tala um þessa hluti og segja hvað er að og hvað við get­um svo gert til að laga það.“

Best fyr­ir kon­ur að vinna á Íslandi

Í ár­legri glerþaks­vísi­tölu­könn­un breska viðskipta­blaðsins The Econom­ist kem­ur fram að best sé fyr­ir kon­ur að starfa á Íslandi.

Hin Norður­lönd­in eru í sæt­un­um á eft­ir Íslandi. Sví­ar eru í öðru sæti, Finn­ar þriðja og Norðmenn í því fjórða. Portú­gal­ar eru síðan í því fimmta. 

Vísi­tal­an tek­ur til 29 OECD-ríkja og skoðar tíu þætti, meðal ann­ars fæðing­ar­or­lof kvenna og karla. Neðst á list­an­um eru Tyrk­land, Jap­an og Suður-Kórea. 

Katrín seg­ir að það sem fólk taki eft­ir varðandi Ísland sé ein­mitt fæðing­ar­or­lofs­kerfið og stefna stjórn­valda um að or­lofið skuli skipt­ast jafnt á milli for­eldra að meg­in­uppistöðu til. 

„Og við segj­um skýrt að þetta snýst ekki ein­göngu um rétt­indi barn­anna, held­ur líka um jafn­rétti kynj­anna. Það, ásamt auðvitað leik­skóla­kerf­inu okk­ar, hef­ur leitt til þess að at­vinnuþátt­taka kvenna er mjög mik­il á Íslandi vegna þess að þessi kerfi virka,“ seg­ir hún og bæt­ir við að mjög mikið sé spurt út í þenn­an ár­ang­ur Íslands. 

Tryggja hlut kvenna í al­grím­um

Eins og áður sagði er yf­ir­skrift fund­ar­ins ný­sköp­un, tækni­breyt­ing­ar og mennt­un kvenna á sta­f­rænni öld og seg­ir Katrín vera mjög spenn­andi lín­ur fyr­ir fund­in­um í þess­um efn­um. 

„Ekki bara um hluti eins og sta­f­rænt kyn­ferðisof­beldi, held­ur líka hvernig við get­um eflt þátt­töku í tækni­grein­um. Og hvernig við get­um tryggt líka sjón­ar­mið inn í tækni­geir­ann sem tryggja kynja­jafn­rétti því að svo ótrú­lega margt af því sem er að ger­ast núna hvað varðar til dæm­is nýt­ingu gervi­greind­ar bygg­ist á gögn­um. Það skipt­ir svo miklu máli hvernig þessi al­grím sem byggj­ast á gögn­um eru hönnuð og á hvaða gögn­um þau byggj­ast,“ seg­ir hún og bæt­ir við að umræðan varðandi þessi mál á Íslandi sé ekki kom­in nægi­lega langt. 

„Við erum að nota gervi­greind til að fara yfir at­vinnu­um­sókn­ir, og við erum að nýta gervi­greind til að greina sjúk­dóma. Ef það skort­ir gögn um kon­ur þá get­um við bú­ist við því að það verði ákveðin skekkja í þess­um al­grím­um,“ seg­ir Katrín og bæt­ir við að umræðan um þessi mál séu yfir og alltumlykj­andi á fund­in­um. 

„Hvernig verður eig­in­lega með eign­ar­haldið á þess­ari nýju og spenn­andi tækni sem get­ur skapað al­veg gríðarlega mögu­leika.“

Bak­slag í kven­rétt­ind­um

Katrín nefn­ir að lok­um að mikið hafi einnig verið rætt um ákveðið bak­slag sem hef­ur átt sér stað í rétt­ind­um kvenna á heimsvísu og hvernig eigi að bregðast við því. 

„Það teng­ist þess­um tækni­breyt­ing­um og þessu sta­f­ræna of­beldi, en líka öðrum þátt­um svo sem þung­un­ar­rofs­rétt­ind­um. Þannig að þetta er al­veg rosa­lega grimm póli­tík í raun og veru. Auðvitað hef­ur þetta bak­slag, sem hef­ur orðið víða í ríkj­um heims­ins, áhrif á umræðuna hér.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert