Jóhannes Nordal látinn

Jóhannes Nordal
Jóhannes Nordal mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lát­inn er í Reykja­vík dr. Jó­hann­es Nor­dal, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri, á 99. ald­ursári. Með hon­um er geng­inn ein­hver at­kvæðamesti maður í efna­hags­lífi og at­vinnu­upp­bygg­ingu á liðinni öld, en hann lét jafn­framt mikið til sín taka á vett­vangi fræða og menn­ing­ar.

Jó­hann­es lauk doktors­prófi frá London School of Economics árið 1953 og eft­ir nokk­urra ára störf hjá Lands­bank­an­um, þar sem hann var ráðinn banka­stjóri, var hann skipaður seðlabanka­stjóri við stofn­un bank­ans árið 1961. Hann varð formaður banka­stjórn­ar Seðlabank­ans 1964 og starfaði þar sleitu­laust uns hann hvarf úr bank­an­um að eig­in ósk eft­ir 32 ára far­sæl­an fer­il árið 1993.

Sam­hliða stjórn Seðlabank­ans kom Jó­hann­es víða við og má þar sér­stak­lega minn­ast á hlut hans í stjórn Lands­virkj­un­ar á mesta upp­bygg­ing­ar­skeiði henn­ar, viðræðunefnd um orku­frek­an iðnað og for­mennsku í auðlinda­nefnd.

Jó­hann­es kvænt­ist Dóru Guðjóns­dótt­ur Nor­dal pí­anó­leik­ara, en hún lést árið 2017. Þau eignuðust sex börn og lifa fimm þeirra for­eldra sína. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert