Langreyðar og háhyrningar sáust á Skjálfanda

Háhyrningur sást í skoðunarferð.
Háhyrningur sást í skoðunarferð. Ljósmynd/Christian Schmidt

Það gekk á með éljum eftir hádegið þegar hvalaskoðunarbáturinn Náttfari kom til hafnar á Húsavík úr ferð gærdagsins þar sem sást til langreyðar og háhyrninga en í skoðunarferð um helgina sást til steypireyðar. Hvalaskoðunarvertíðin hófst hjá Norðursiglingu 1. mars og hefur tímabilið farið afar vel af stað.  

„Undanfarna daga höfum við séð tegundir sem við sjáum ekki mjög oft í flóanum. Við sjáum steypireyð reglulega en oft ekki fyrr en í kringum maí/júní þannig þessi heimsókn kom skemmtilega á óvart,“ sagði Christian Schmidt leiðsögumaður í hvalaskoðun hjá Norðursiglingu. 

Ljósmynd/Ales Mucha

Vertíðin stendur yfir frá 1. mars og út nóvember og kveðst Christian spenntur fyrir komandi tímum en það sem sé sérstaklega skemmtilegt við þennan árstíma sé að þá sjáist til tegunda sem ekki er hægt að sjá alla jafna. 

„Það eru tegundir sem við sjáum ekki reglulega sem hægt er að sjá núna en þær tegundir sem við sjáum reglulega eru hnúfubakarnir sem koma reglulega aðeins seinna um miðjan apríl og yfir sumartímann,“ segir Christian. 

Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni.

Ljósmynd/Christian Schmidt
Ljósmynd/Christian Schmidt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert