Lokað inni og neytt til að skrifa undir

Fjárhagslegt ofbeldi þekkist á vinnumarkaði á Íslandi. Sunna Arnardóttir, sérfræðingur í mannauðsstjórnun segist hafa orðið vör við slíkt í sínu starfi. Ljótustu dæmin eru þegar fólk er lokað inni í herbergi og neytt til að skrifa undir samninga um kjör sem eru lakari en það á rétt á. Hún vill skera upp herör gegn þessu ofbeldi og vill fá stéttarfélög í landinu til að koma inn í mál af þessu tagi með sterkum og afgerandi hætti.

Sunna er gestur Dagmála í dag og ræðir þar eitraða vinnustaðamenningu. Fjárhagslegt ofbeldi getur birst með ýmsum hætti. Starfsmönnum er mismunað og sumir fá yfirvinnu á meðan að öðrum er neitað. Ekki er greitt fyrir útkall vegna einhverra óljósra skýringa þó að starfsmaður hafi sannarlega mætt og staðinn til vinnu.

Sunna hefur vakið athygli fyrir greinaskrif um neikvæðar hliðar vinnustaðamenningu og ræðir hún þau mál í Dagmálum í dag. Vanhæfi stjórnandinn og meðvirkni á vinnustað ásamt einelti sem getur tekið á sig ýmsar myndir.

Sunna hvetur starfsfólk til að segja frá ef það lendir í aðstæðum sem eru óboðlegar. Viðtalið við Sunnu er aðgengilegt fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert