Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata hefur spurt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvenær næstu alþingiskosningar fari fram.
Þetta kemur fram í fyrirspurn sem þingmaðurinn lagði fram á Alþingi en þar er óskað eftir munnlegu svari ráðherrans.
Síðustu Alþingiskosningar fóru fram þann 25. september árið 2021 og voru þær þriðju í röð þar sem kosið var að hausti en frá endurreisn Alþingis hefur oftast verið kosið að vor- eða sumarlagi.
Alþingiskosningar voru boðaðar að hausti til árið 2016 eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra. Kosningar fóru aftur fram að hausti til árið 2017, eftir að upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Bjartrar framtíðar slitnaði en síðan þá hefur ekki slitnað upp úr stjórnarsamstarfi og því gengið til kosninga að hausti til.