Vegagerðin verður að efla öryggisstjórnun

Starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum.
Starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum. mbl.is/Hari

Ríkisendurskoðun segir að leita verði allra leiða til að tryggja að kröfur um gæði og öryggi séu ávallt í öndvegi við framkvæmdir og viðhald vegakerfisins.

Þetta kemur m.a. fram í skýrslu um starfsemi Vegagerðarinnar sem var unnin að beiðni Alþingis. Segir þar m.a. að mikilvægt sé að efla eftirlit Samgöngustofu sem snýr að umferðaröryggisstjórnun Vegagerðarinnar.

Vísað er m.a. til banaslyss sem varð á Kjalarnesi sumarið 2020 þar sem viðnám vegarins eftir að malbik var lagt á hann stóðst ekki kröfur útboðslýsingar og var meðal orsaka slyssins. Í kjölfarið hafi Vegagerðin innleitt öryggisúttektir og hert kröfur. Hafa verði hugfast að samkvæmt ákvæðum útboðslýsingar hefði átt að stöðva útlögn þar sem ástand malbiksins gaf skýrt tilefni til þess.

Þá hafi vetrarblæðingar á þjóðvegi 1 í desember 2020 leitt í ljós veikleika í viðbrögðum Vegagerðarinnar þar sem ekki var brugðist nægilega hratt við ástandinu en stofnunin hafi síðan endurskoðað viðbragðsáætlun sína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert