Ævintýraleg sundlaug á teikniborðinu í Grindavík

Rennibrautirnar verða eflaust vinsælar hjá yngri kynslóðinni og ekki skemmir …
Rennibrautirnar verða eflaust vinsælar hjá yngri kynslóðinni og ekki skemmir klifursvæðið fyrir. Tölvumynd/Batteríið arkitektar

„Það þurfti orðið að gera endurbætur og lagfæringar á sundlaugarsvæðinu og þarna er komið framtíðarskipulag sem nú verður unnið áfram,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.

Verulegar breytingar eru fyrirhugaðar á sundlaugarsvæðinu í Grindavík og á dögunum var frumhönnun þess kynnt íbúum á opnum fundi. Tillögur að hönnun sundlaugarsvæðisins eru unnar af Batteríinu arkitektum og hefur verið unnið að þeim frá því í maí 2022, að því er fram kemur á heimasíðu bæjarins.

Í heilsulindinni verður kaldur pottur, eimbað, þurrgufa og innrautt rými …
Í heilsulindinni verður kaldur pottur, eimbað, þurrgufa og innrautt rými ef tillögur um sundlaugarsvæðið í Grindavík ná fram að ganga.

Áformin eru afar metnaðarfull og gangi þau eftir verður um ævintýralega sundlaug að ræða. Tillögurnar gera ráð fyrir nýrri byggingu meðfram núverandi knattspyrnuvelli þar sem finna má 17 metra innisundlaug, vaðlaug, heitan pott og gufuböð. Á útisvæði verður 25 metra sundlaug, heitir pottar og leiksvæði. Sérstaka athygli vekja glæsilegar vatnsrennibrautir og klifursvæði sem eflaust mun njóta vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Þau hin eldri munu hins vegar á móti njóta kyrrðarinnar í heilsulindinni þar sem verður gufubað og kaldur pottur svo fátt eitt sé nefnt.

Samkvæmt fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar er stefnt að því að framkvæmdir hefjist á árinu 2024. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert