Andlát: Jóhann Pálsson

Jóhann Pálsson, fv. garðyrkjustjóri Reykjavíkur.
Jóhann Pálsson, fv. garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Ljósmynd/Aðsend

Jó­hann Páls­son, fv. garðyrkju­stjóri Reykja­vík­ur, lést á Landa­kots­spít­ala föstu­dag­inn 3. mars síðastliðinn, á 92. ald­ursári.

Jó­hann fædd­ist í Reykja­vík 21. júlí 1931, yngst­ur í hópi átta barna þeirra Páls Magnús­son­ar járn­smiðs og Guðfinnu Ein­ars­dótt­ur hús­freyju.

Jó­hann var í Landa­kots­skóla og Gagn­fræðaskóla Reykja­vík­ur, hóf leik­list­ar­nám í fyrsta ár­gangi Leik­list­ar­skóla Þjóðleik­húss­ins 1950-52 og nam við Kungliga Dramatiska Tea­terns Elevskola vet­ur­inn 1953-54. Hann var síðan leik­ari, lengst af við Þjóðleik­húsið, en einnig hjá Leik­fé­lagi Reykja­vík­ur og víðar til 1967.

Jó­hann lauk prófi frá Loft­skeyta­skól­an­um 1959 og var loft­skeytamaður á milli­landa­skip­um í nokk­ur sum­ur. Hann lauk stúd­ents­prófi frá MR 1969 og BS-prófi í líf­fræði frá HÍ 1972, stundaði nám í grasa­fræði við Há­skól­ann í Upp­söl­um 1973-79 og var ráðinn for­stöðumaður Lystig­arðsins á Ak­ur­eyri árið 1978.

Jó­hann varð garðyrkju­stjóri Reykja­vík­ur árið 1985. Því starfi sinnti hann til 2001 er hann hætti fyr­ir ald­urs sak­ir.

Í af­mæl­is­grein í Morg­un­blaðinu, er Jó­hann varð 85 ára, sagði hann starf garðyrkju­stjóra hafa verið ein­stak­lega gef­andi. Fyrstu stóru verk­efn­in voru upp­bygg­ing­in í Laug­ar­dal, m.a. Hús­dýrag­arður­inn, Fjöl­skyldug­arður­inn og stækk­un Grasag­arðsins. Loka­verk­efnið í hans um­sjá hjá Garðyrkju­deild­inni var svo gerð baðstrand­ar­inn­ar í Naut­hóls­vík.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Jó­hanns er Hrafn­hild­ur Krist­ín Jóns­dótt­ir þýðandi, f. 1935. Dótt­ir þeirra er Hrefna Krist­ín líf­fræðing­ur, f. 1974, en maður henn­ar er Krist­inn Hauks­son lög­fræðing­ur. Dæt­ur þeirra eru Hrafn­hild­ur Krist­ín, f. 2002, og Hera Rún, f. 2011.

Útför Jó­hanns fer fram frá Grafar­vogs­kirkju á morg­un, fimmtu­dag, kl. 13.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert