Brýnt að auka framboð á leiguhúsnæði

Kári S. Friðriksson hagfræðingur er gestur Dagmála.
Kári S. Friðriksson hagfræðingur er gestur Dagmála. mbl.is/Hallur Már

Leiguþök hafa verið reynd á mörg­um stöðum, en þau geta auðveld­lega haft öfug áhrif við það sem þeim er ætlað, að mati Kára S. Friðriks­son­ar, hag­fræðings hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS), en hann er gest­ur Dag­mála í dag.

Kári seg­ir að það skipti mestu máli fyr­ir leigj­end­ur að nægt fram­boð sé af hús­næði. „Sé fram­boðið lítið þá hafa leigu­sal­arn­ir völd­in hjá sér og þeir geta komið „illa fram“. Þeir þurfa ekki að leggja mikið á sig, og geta sett verðið hátt. Þarna er mik­il­vægt að fá sam­keppni og leiguþak get­ur dregið úr sam­keppni. Það get­ur orðið til þess að færri ákveði að setja nýtt íbúðar­hús­næði á leigu,“ seg­ir Kári og bæt­ir við að hann vilji frek­ar sjá aðgerðir sem stuðli að auknu fram­boði á leigu­markaði.

Hann bend­ir á að leigu­verð hafi aldrei verið lægra í hlut­falli við fast­eigna­verð og sjald­an verið lægra í hlut­falli við laun. „Þannig að mörgu leyti er betra að vera á leigu­markaði núna held­ur en hef­ur verið und­an­far­inn ára­tug, að jafnaði.“

Kári seg­ir jafn­framt að leigu­fé­lög og hið fé­lags­lega net hafi sett þrýst­ing á aðra leigu­sala, sem væri að sínu mati heil­brigðari en sá þrýst­ing­ur sem myndi fylgja því að setja leiguþak.

„Ég held að þetta hafi komið leigj­end­um til góða. Þetta er eng­inn smá fjöldi af íbúðum, að minnsta kosti 2.000 íbúðir sem hafa komið í gegn­um þetta og fleiri á leiðinni. En það þarf líka að vera hvati fyr­ir bæði ein­stak­linga og fé­lög að auka við fram­boð,“ seg­ir Kári og bend­ir á að nú borgi sig hvergi á höfuðborg­ar­svæðinu að setja nýtt leigu­hús­næði á markað. Hann hafi þó áhyggj­ur af því að leigu­fé­lög­in muni neyðast til að setja hækk­andi vaxta­kostnað út í verðlagið. „Ég held að leigu­verð muni hækka og hálfpart­inn þurfa að hækka. Ég geri mér fulla grein fyr­ir því að staða margra á leigu­markaði er erfið núna, en þó hef­ur hún verið betri en um langt skeið,“ seg­ir Kári.

Kári seg­ist ekki telja að mikið verði um gjaldþrot í því ár­ferði sem nú er fram und­an. Bróðurpart­ur lána séu óverðtryggð lán og fólk hafi alltaf þann kost að fara í verðtryggð lán. Þá hækki laun í sam­ræmi við verðlag til lengri tíma litið.

„Fólk er enn að standa í skil­um með sín lán, og lítið um gjaldþrot. Þó verður róður­inn þung­ur hjá mörg­um sem þurfa að draga úr heild­ar­neyslu, sem mun hafa áhrif á hag­kerfið, en fólk mun ekki í hrönn­um missa hús­næði sitt. Þetta verður erfitt tíma­bil, sem fólk mun þurfa að þrauka í gegn­um, en við mun­um kom­ast í gegn­um þetta,“ seg­ir Kári, en nán­ar er fjallað um Dag­mál í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert