Dómurinn yfir Jóni Baldvini stendur

Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni í héraðsdómi …
Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni í héraðsdómi árið 2021. mbl.is/Árni Sæberg

Hæstirétt­ur hef­ur hafnað mál­skots­beiðni Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, fyrr­ver­andi ráðherra og sendi­herra, í máli þar sem hann var dæmd­ur í tveggja mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn Car­men Jó­hanns­dótt­ur á Spáni árið 2018.

Í mál­skots­beiðninni vísaði Jón Bald­vin meðal ann­ars til þess að hann teldi ekki liggja fyr­ir sönn­un um að hátt­sem­in sem hon­um var gef­in að sök í ákær­unni væri refsi­verð sam­kvæmt spænsk­um lög­um. Taldi hann þörf á for­dæmi Hæsta­rétt­ar varðandi það atriði. Þá taldi hann einnig ann­marka á sönn­un­ar­mati Lands­rétt­ar sem gætu leitt til ómerk­ing­ar dóms­ins og vísaði hann til framb­urðar Car­men­ar og móður henn­ar sem Jón Bald­vin taldi mót­sagn­ar­kennd­an í mörgu til­liti.

Jón Bald­vin vís­ar einnig til þess að hann hafi verið sýknaður í héraðsdómi en sak­felld­ur í Lands­rétti og því full­nægi málið skil­yrðum um veit­ingu áfrýj­un­ar­leyf­is.

Hæstirétt­ur seg­ir hins veg­ar að þegar horft sé til gagna máls­ins verði hvorki séð að málið lúti að atriðum sem hafi veru­lega al­menna þýðingu né að mjög mik­il­vægt sé af öðrum ástæðum að fá úr­laust Hæsta­rétt­ar. Sönn­un­ar­mat Lands­rétt­ar byggi að veru­legu leyti á mati á sönn­un­ar­gildi munn­legs framb­urðar og það verði ekki end­ur­skoðað fyr­ir Hæsta­rétti. Er beiðninni um áfrýj­un­ar­leyfi því hafnað.

Carmen Jóhannsdóttir kærði Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot sem átti sér …
Car­men Jó­hanns­dótt­ir kærði Jón Bald­vin fyr­ir kyn­ferðis­brot sem átti sér stað á heim­ili Jón Bald­vins og eig­in­konu hans á Spáni í júní árið 2018. mbl.is/​Eggert

Í Lands­rétti var Jón Bald­vin sem fyrr seg­ir dæmd­ur í tveggja mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að hafa brotið kyn­ferðis­lega á Car­men Jó­hanns­dótt­ur, þegar hún var gest­kom­andi á heim­ili hans og eig­in­konu hans í Salobreña í An­dal­ús­íu á Spáni, í júní 2018. Hafði hann strokið bak­hluta Car­men­ar í mat­ar­boði á heim­ili þeirra að lokn­um leik Íslands og Arg­entínu á heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert