Rannsaka fornleifar víða um land í sumar

Yfirlitsmynd af rannsóknasvæðinu í Odda á Rangárvöllum.
Yfirlitsmynd af rannsóknasvæðinu í Odda á Rangárvöllum. Ljósmynd/Fornleifastofnun Íslands

Rann­sókn fyrri ára á mann­gerðum hell­um í Odda hef­ur þegar leitt í ljós mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um ald­ur, gerð og nýt­ingu þeirra. Enn er þó mörg­um mik­il­væg­um spurn­ing­um ósvarað um gerð og þróun hella­kerf­is­ins, til hvers hell­arn­ir voru notaðir og hvort breyt­ing­ar hafi verið gerðar á nýt­ingu þeirra á því tíma­bili sem þeir voru í notk­un.

Hell­arn­ir hafa verið ald­urs­greind­ir út frá gjósku­lög­um og virðast vera frá tíma­bil­inu 950-1250/​1300,“ seg­ir Krist­borg Þórs­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur sem stjórn­ar forn­leifa­rann­sókn í Odda á Rangár­völl­um.

Verk­efnið, sem er til þriggja ára, fékk á dög­un­um út­hlutað 6,4 millj­ón­um króna úr forn­minja­sjóði. Við það munu starfa 4-5 forn­leifa­fræðing­ar á kom­andi sumri. Verk­efnið er unnið á veg­um Forn­leif­a­stofn­un­ar Íslands sem er um­svifa­mesti aðil­inn á sviði forn­leifa­rann­sókna hér á landi og fékk helm­ing allra styrkja forn­mina­sjóðs í ár.

Krist­björg seg­ir að sam­an­lög stærð hella­kerf­is­ins í Odda sé áætluð um 400 fer­metr­ar og eru þá ekki tal­in með þau torf­hlöðnu hús sem eru við hell­is­munna.

„Stór hluti kerf­is­ins hef­ur verið graf­inn út strax um miðja 10. öld og eru þetta því með stærstu mann­virkj­um sem fund­ist hafa frá því tíma­bili, ef ekki þau allra stærstu. Allt bend­ir til þess að hell­arn­ir hafi verið notaðir fyr­ir bú­fénað, lík­lega naut­gripi, en ekki er úti­lokað að fólk hafi hafst við í hluta hell­anna á notk­un­ar­tím­an­um,“ seg­ir Krist­björg. Í sum­ar verður haldið áfram að grafa upp stærri hrunda hell­inn af tveim­ur sem eru á rann­sókn­ar­svæðinu. Er mark­miðið að grafa upp hell­inn í heild sinni en hann er um 50 metra lang­ur og 4-5 metra breiður.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert