Ekkert lát á köldum norðlægum áttum

Ekkert lát er á köldum norðlægum áttum og stefnir í …
Ekkert lát er á köldum norðlægum áttum og stefnir í mjög kalda daga yfir helgina einkum inn til landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mik­ill kuldi er yfir land­inu og fór frostið í tæp 18 stig við Sátu norðan Hofs­jök­uls síðastliðinn sól­ar­hring. Ekk­ert lát er á köld­um norðlæg­um átt­um og stefn­ir í mjög kalda daga yfir helg­ina einkum inn til lands­ins. 

Élja­gang­ur er einkum bund­inn við norðan- og aust­an­vert landið, en lengri kafl­ar með björtu og sól­ríku veðri verða ann­ars staðar.

Þegar loft­mass­inn yfir land­inu er orðinn þetta kald­ur á hann erfitt með að halda í mik­inn raka og verður því úr­komu­magnið ekki mikið. Eins breyt­ist sam­setn­ing ískrist­all­ana sem ger­ir það að verk­um að snjór­inn binst illa sam­an og snjó­korn­in eru smá. Úr verður svo­kallaður púðursnjór, eða snjór sem er létt­ur og skef­ur mjög auðveld­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert