Flúði vettvang eftir umferðaróhapp

Einn gisti fangageymslu sem ekki hafði í önnur hús að …
Einn gisti fangageymslu sem ekki hafði í önnur hús að venda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður bif­reiðar sem olli eigna­tjóni á ann­arri bif­reið flúði vett­vang í stað þess að nema staðar. Tjónþoli varð því að leita til lög­reglu og til­kynna at­vikið, að því er fram kem­ur í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Lög­regl­an hafði í gær af­skipti af nokkr­um öku­mönn­um í gær, einn er grunaður um að nota farsíma við akst­ur og tveir höfðu keyrt und­ir áhrif­um.

Þá þurfti að hringja eft­ir aðstoð lög­reglu er ein­stak­ling­ur í ann­ar­legu ástandi reyndi að greiða fyr­ir gist­ingu án ár­ang­urs. Starfsmaður hót­els­ins óskaði eft­ir því að hon­um yrði vísað á dyr. Ein áhöfn fór á vett­vang og ræddi við aðilann sem reynd­ist ekki hafa í nein hús að venda. Fékk hann að gista í fanga­klefa að eig­in ósk enda mik­ill kuldi úti og norðan átt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert