Hæstiréttur hafnar beiðni Eiríks á Omega

Eiríkur Sigurbjörnsson hjá Omega.
Eiríkur Sigurbjörnsson hjá Omega. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hæstirétt­ur hef­ur hafnað mál­skots­beiðni Ei­ríks Sig­ur­björns­son­ar, stofn­anda Omega og sjón­varps­pre­dik­ara á sam­nefndri stöð. Ei­rík­ur hafði áður verið dæmd­ur í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í tíu mánaða fang­elsi og til að greiða 109 millj­ón­ir í sekt vegna brota á skatta­lög­um. Lands­rétt­ur staðfesti síðar dóm­inn.

Ei­rík­ur var sak­felld­ur fyr­ir að hafa staðið skil á efn­is­lega röng­um skatt­fram­töl­um á ár­un­um 2011-2016 í tengsl­um við starf­semi Omega og ekki gefið upp tekj­ur upp á 78,5 millj­ón­ir á tíma­bil­inu. Með því komst hann hjá því að greiða 36 millj­ón­ir í skatta.

Var um að ræða per­sónu­leg­ar út­tekt­ir með greiðslu­kort­um sem Ei­rík­ur hafði af­not af og voru skuld­færð af banka­reikn­ingi í er­lendu fé­lagi sem tengd­ist starf­semi Omega í Nor­egi.

Taldi rík­is­skatt­stjóra hafa brotið á rétti sín­um

Í mál­skots­beiðninni vísaði Ei­rík­ur til þess að við skatta­eft­ir­lit rík­is­skatt­stjóra hafi verið brotið á rétti hans til rétt­látr­ar málsmeðferðar, en hon­um hafi verið gert að leggja fram gögn, að viðlagðri refsi­á­byrgð, sem síðan voru notuð við rann­sókn máls­ins. Hafði hann á fyrri dóm­stig­um farið fram á frá­vís­un máls­ins vegna þess­ar sjón­ar­miða en ekki hafði verið fall­ist á þau.

Þá taldi Ei­rík­ur að áfrýjn­un máls­ins lúti að atriðum sem hafi veru­lega al­menna þýðingu um túlk­un á rétt­ind­um sak­born­ings í aðdrag­anda skatt­rann­sókn­ara og hvar mörk skatteft­ir­lits og skatt­rann­sókn­ar liggja. Í niður­stöðu Hæsta­rétt­ar seg­ir hins veg­ar að ekki verði sé að málið hafi veru­lega al­menna þýðingu eða að mjög mik­il­vægt sé af öðrum ástæðum að fá úr­lausn Hæsta­rétt­ar. Er beiðninni því hafnað.

Stofnaði Omega árið 1992

Í dómi héraðsdóms kom fram að Ei­rík­ur hafi árið 1992 hafið starf­semi Omega, en hann og kona hans voru eig­end­ur fé­lags­ins Omega Krist­in­boðkirkja auk Global Missi­on Network ehf og Gospel Chann­el Evr­ópa ehf. Í síðast­nefnda fé­lag­inu var rek­in er­lend starf­semi Omega og var fé­lagið með reikn­inga í Nor­egi og greiðslu­kort þar.

Rík­is­skatt­stjóri hóf árið 2016 af eig­in frum­kvæði skoðun á notk­un á er­lend­um greiðslu­kort­um hér á landi. Í fram­hald­inu var notk­un Ei­ríks á kort­um í nafni Global Missi­on tek­in til skoðunar og var hann síðar ákærður vegna máls­ins.

Tók út á norsk greiðslu­kort

Í dóm­i héraðsdóms er farið yfir að Ei­rík­ur hafi fengið greiðslur frá Omega en að þær hafi svo verið færðar sem skuld á Global Missi­on og að þar hafi safn­ast upp skuld Ei­ríks við fé­lagið. Var skuld­in met­in sem hinar van­fram­töldu tekj­ur og féllst héraðsdóm­ur á það. Sagði í dómi héraðsdóms að ótví­rætt hafi verið að um­rædd út­hlut­un af fjár­mun­um frá Global missi­on til Ei­ríks hafi verið lán sem bæri að skatt­leggja sem laun og færa til tekna og að lán sem þetta væri óheim­ilt sam­kvæmt ákvæðum laga um einka­hluta­fé­lög, en eig­end­um er óheim­ilt að taka lán frá eig­in fé­lög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert