Hleðslustæðin misnotuð

Skiltum sem þessu í Spönginni hefur verið komið fyrir víða.
Skiltum sem þessu í Spönginni hefur verið komið fyrir víða. mbl.is/Ingó

Brögð eru að því að fólk leggi bif­reiðum sín­um í stæði fyr­ir raf­hleðslur þótt það eigi ekki þangað er­indi og sé ef til vill ekki á raf­bíl. Þannig hafa íbú­ar í Grafar­vog­in­um ít­rekað séð bif­reiðar í hleðslu­stæðum Orku nátt­úr­unn­ar í þjón­ustukjarn­an­um í Spöng­inni.

Guðjón Hug­berg Björns­son, tækn­i­stjóri hleðsluþjón­ustu hjá ON, kannaðist við vanda­málið í Spöng­inni þegar blaðið bar þetta und­ir hann. Er hann undr­andi á þess­ari stöðu í ljósi þess að lít­ill bíla­stæðavandi ef nokk­ur sé í Spöng­inni. Fólk eigi ekki að nota hleðslu­stöðvar sem bíla­stæði frek­ar en bens­ín­dæl­ur.

Á heild­ina litið seg­ir Guðjón að með auk­inni fræðslu og þekk­ingu á raf­bíla­væðingu hjá þjóðinni hafi vanda­mál sem þessi minnkað mjög.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu.

Hvorugur þessara bíla var í hleðslu, enda annar þeirra knúinn …
Hvor­ug­ur þess­ara bíla var í hleðslu, enda ann­ar þeirra knú­inn ein­göngu með eldsneyti. Mbl.is/​Ingó
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert