Jóhannes grét er hann fékk að vita magnið

Verj­andi Jó­hann­es­ar Páls Durr, eins af sak­born­ing­un­um í stóra kókaín­mál­inu, sagði í mál­flutn­ingi sín­um fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag að Jó­hann­es hafi ein­ung­is verið milliliður í inn­flutn­ingi á 100 kíló­um af kókaíni til lands­ins til að lengja keðju málsaðila.

Alm­ar Þór Möller, verj­andi Jó­hann­es­ar Páls Durr, krafðist þess að Jó­hann­es yrði sýknaður fyr­ir skipu­lagða brot­a­starf­semi, til­raun til stór­felld­ar fíkni­efna­laga­brots og pen­ingaþvætti.

Jó­hann­es­ar ját­ar þó fíkni­efna­laga­brot er snýr að vörslu á 5,24 grömm af maríjú­ana og 38,25 grömm af MDMA sem lög­regla fannst á heim­ili hans. Fyr­ir það brot er kraf­ist væg­ustu refs­ingu sem lög leyfa.

Lít­il peð sitji eft­ir í súp­unni

Alm­ar sagði að Jó­hann­es hafi komið að mál­inu er fíkni­efn­in voru far­in frá upp­runa­land­inu, Bras­il­íu, og ekki skipu­lagt eitt né neitt. Hann sagði að Jó­hann­es hafa verið hlut­deild­ar maður í brot­um annarra manna.

Alm­ar sagði að höfuðpaur­ar og skipu­leggj­end­ur máls­ins væru ekki ákærðir og að lít­il peð sitji nú í súp­unni og bíða dóms.

Hann sagði alla sak­born­ing­anna hafa mjög af­markað hlut­verk og vitað lítið um fram­gang máls­ins.

Alm­ar sagði að hlut­verk Jó­hann­es­ar hafi verið að bera skila­boð og fjár­muni á milli aðila, og aðkoma hans hafi ekki verið önn­ur og meiri.

Hann sagði rann­sókn máls­ins hafi leitt í ljós að þátt­taka ákærðu í mál­inu hafi verið mjög mis­jöfn.

Þá gagn­rýndi Alm­ar rann­sókn lög­reglu og að ekki hafi verið beðið með hand­töku svo að hægt hefði verið að rekja keðjuna frek­ar.

Fékk ekki Pál í málið

Alm­ar sagði að fyrsta aðkoma hans að mál­inu hafi fal­ist í því að kaupa tvo farsíma í maí árið 2022. Menn­irn­ir voru síðan hand­tekn­ir 4. ág­úst.

Jó­hann­es greindi frá því fyr­ir dómi í janú­ar að hann hafi verið blank­ur um mitt ár 2022 sem leiddi til þess að hann samþykkti til­boð ónafn­greinds aðila sem bað hann um að sjá um lítið verk­efni í maí á því ári. Hann myndi fá greitt fimm millj­ón­ir fyr­ir. 

Daði Björnsson og Páll Jónsson.
Daði Björns­son og Páll Jóns­son. Eggert Jó­hann­es­son

Alm­ar sagði það ekki rétt að Jó­hann­es hafi fengið Pál til að taka þátt í mál­inu og að lög­regl­an hafi ekki trúað framb­urði Páls þess efn­is. Þá hafi Páll í síðari skýrslu­tök­um sagt að Birg­ir hafi fengið hann í málið.

Verj­andi Páls viður­kenndi í sín­um mál­flutn­ingi fyr­ir héraðsdómi að skjól­stæðing­ur sinn slægi aðeins í og úr í framb­urði sín­um enda kom­inn á sjö­tugs­ald­ur og far­inn að kalka.

Alm­ar sagði að Páll gæti líka verið að hlífa ein­hverj­um óþekkt­um aðila. Því beri að hafna framb­urði Páls sem hann tel­ur ótrú­verðugan.

„99,2? Í al­vör­unni?

Alm­ar sagði að ásetn­ing­ur Jó­hann­es­ar hafi ekki verið að flytja inn 99,25 kíló af kókaíni. Hann hafi aldrei séð fíkni­efn­in og ekki getað vitað um um­fang þeirra.

Alm­ar spilaði mynd­skeið upp úr skýrslu­töku lög­reglu yfir Jó­hann­esi. „99,2? Í al­vör­unni? Í al­vör­unni samt?“ sagði Jó­hann­es er lög­regla greindi hon­um frá um­fang­inu og var greini­lega í miklu áfalli þar sem hann grét.

Hann sagðist ekki hafa haft hug­mynd um magnið, „mér datt það ekki í hug“.

Alm­ar sagði mynd­skeiðið sýna fram á að Jó­hann­es hafði ekki minnsta grun um verið væri að flytja inn tæp­lega 100 kíló af kókaíni.

Alm­ar nefndi að lok­um að Jó­hann­es hafi nýtt tíma sinn á Litla-Hrauni til að snúa sem betri maður út í sam­fé­lagið, meðal ann­ars lagt stund á nám.

Héraðssak­sókn­ari legg­ur til að sak­born­ing­arn­ir hljóti há­marks­refs­ing, allt að tólf ára fang­elsis­vist. Bú­ast má við dóms­upp­kvaðningu eft­ir fjór­ar vik­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert