Leanbody ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum fæðubótarefnið Ashwagandha KSM-66 frá CNP.
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að fæðubótarefnið innihaldi 1000 mg af ashwagandha extrakti í ráðlögðum daglegum neysluskammti sem fer yfir þau mörk sem Matvælastofnun telur örugg til neyslu, eða 450 mg á dag.
Matvæli sem innihalda ashwagandha extrakt yfir mörkum eru ekki örugg og geta verið heilsuspillandi, að því er segir í tilkynningunni.
Neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í verslun Leanbody ehf., Glæsibæ.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: CNP
Vöruheiti: Ashwagandha KSM-66 Ashwagandha
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: Allar best fyrir dagsetningar
Strikamerki: 5060547312047
Framleiðandi: CNP Professional Unit 11
Framleiðsluland: Bretland