Kalla inn fæðubótarefni

Fæðubótarefnið inniheldur 1000 mg af ashwagandha (Withania somnifera) extrakti í …
Fæðubótarefnið inniheldur 1000 mg af ashwagandha (Withania somnifera) extrakti í ráðlögðum daglegum neysluskammti. Ljósmynd/Aðsend

Le­an­bo­dy ehf., að höfðu sam­ráði við Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur, hef­ur innkallað frá neyt­end­um fæðubót­ar­efnið Ashwag­andha KSM-66 frá CNP. 

Í til­kynn­ingu á vef Reykja­vík­ur­borg­ar kem­ur fram að fæðubót­ar­efnið inni­haldi 1000 mg af ashwag­andha extrakti í ráðlögðum dag­leg­um neyslu­skammti sem fer yfir þau mörk sem Mat­væla­stofn­un tel­ur ör­ugg til neyslu, eða 450 mg á dag.

Mat­væli sem inni­halda ashwag­andha extrakt yfir mörk­um eru ekki ör­ugg og geta verið heilsu­spill­andi, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Neyt­end­ur sem eiga um­rædda vöru eru beðnir um að neyta henn­ar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versl­un Le­an­bo­dy ehf., Glæsi­bæ.

Upp­lýs­ing­ar um vöru sem inn­köll­un­in ein­skorðast við:

Vörumerki: CNP

Vöru­heiti: Ashwag­andha KSM-66 Ashwag­andha

Geymsluþol: Best fyr­ir  Dag­setn­ing: All­ar best fyr­ir dag­setn­ing­ar

Strika­merki: 5060547312047

Fram­leiðandi: CNP Professi­onal Unit 11

Fram­leiðslu­land: Bret­land

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert