Kollhnís, Urta og Farsótt verðlaunaðar

mbl.is/Kristinn Magnússon

Arn­dís Þór­ar­ins­dótt­ir, Gerður Krist­ný og Krist­ín Svava Tóm­as­dótt­ir hlutu fyr­ir stundu Fjöru­verðlaun­in 2023, bók­mennta­verðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynseg­in og in­ter­sex fólks á Íslandi er þau voru af­hent í 17. sinn við hátíðlega at­höfn, á alþjóðleg­um bar­áttu­degi kvenna.

Arn­dís hlaut verðlaun­in í flokki barna- og ung­linga­bók­mennta fyr­ir skáld­sög­una Koll­hnís sem Mál og mennig gef­ur út;  Gerður Krist­ný í flokki fag­ur­bók­mennta fyr­ir ljóðabók­ina Urta sem Mál og menn­ing gef­ur út og Krist­ín Svava í flokki fræðibóka og rita al­menns eðlis fyr­ir bók­ina Far­sótt: Hundrað ár í Þing­holts­stræti 25 sem Sögu­fé­lag gef­ur út. 

Gleðst yfir góðum viðtök­um

„Ég er afar glöð yfir þeim góðu viðtök­um sem Kol­hnís hef­ur hlotið, enda var þetta saga sem stóð mér mjög nærri og mér fannst mik­il­vægt að segja. Á sama tíma er ég ein­læg­lega undr­andi, því hinar tvær bæk­urn­ar sem voru til­nefnd­ar í ár eru báðar al­gjör­lega frá­bær­ar,“ seg­ir Arn­dís Þór­ar­ins­dótt­ir. Auk Koll­hníss voru til­nefnd­ar Brons­harp­an eft­ir Krist­ínu Björgu Sig­ur­vins­dótt­ur og Héra­gerði. Ævin­týri um súkkulaði og kátínu eft­ir Lóu Hlín Hjálm­týs­dótt­ur.

Arndís Þórarinsdóttir.
Arn­dís Þór­ar­ins­dótt­ir.

Í dóm­nefnd barna- og ung­linga­bók­mennt­ir sátu Anna Þor­björg Ing­ólfs­dótt­ir lektor í ís­lensku og ís­lensku­fræðing­arn­ir Brynja Helgu Bald­urs­dótt­ir og Guðlaug Richter. Í um­sögn þeirra seg­ir: „Í Koll­hnís eft­ir Arn­dísi Þór­ar­ins­dótt­ur er hinn ungi Álfur fim­leikastrák­ur aðal­sögu­hetj­an og sögumaður­inn. Eft­ir því sem frá­sögn hans vind­ur fram kem­ur í ljós að sjón­ar­horn Álfs er ekki mjög áreiðan­legt enda neit­ar hann að horf­ast í augu við að litli bróðir hans sé ein­hverf­ur, að frænka hans eigi við fíkni­vanda að etja og að besti vin­ur hans sé les­blind­ur. Höf­und­ur leik­ur fim­lega á all­an til­finn­ingaskalann og tefl­ir fram sögu­manni sem eign­ast hugi og hjörtu les­enda á öll­um aldri. Sag­an er í senn áhrifa­mik­il, skemmti­leg og spenn­andi en fyrst og fremst full af hlýju og mennsku.“

Urt­unni líður vel í fjör­unni

„Þessi viður­kenn­ing kom mér ánægju­legt á óvart, enda til­nefnd með flink­um rit­höf­und­um sem hlutu mikið lof fyr­ir sín­ar bæk­ur,“ seg­ir Gerður Krist­ný. Auk Urtu voru til­nefnd­ar skáld­sög­urn­ar Eden eft­ir Auði Övu Ólafs­dótt­ur og Tól eft­ir Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur. 

Gerður Kristný
Gerður Krist­ný mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Í dóm­nefnd fag­ur­bók­mennta sátu bók­mennta­fræðing­arn­ir Dagný Kristjáns­dótt­ir og Júlía Mar­grét Sveins­dótt­ir og sagn­fræðing­ur­inn Krist­ín Ástgeirs­dótt­ir. Í um­sögn þeirra seg­ir: „Ljóðmæl­andi Urtu eft­ir Gerði Krist­nýju er kona sem býr við nyrsta haf. Lífs­bar­átt­an er hörð, vet­ur herja með haf­ís og kulda. Maður­inn deyr, barn deyr og önn­ur áföll fylgja en kon­an og börn henn­ar gef­ast aldrei upp. Þau þrauka. Kon­an hjálp­ar urtu að kæpa, mörk milli manns og dýrs, menn­ing­ar og nátt­úru hverfa í þess­ari göldr­óttu bók. Text­inn er meitlaður, ljóðin hefðbund­in í formi með stuðlum og inn­rím sem minn­ir á forna brag­ar­hætti. Það und­ir­strik­ar einnig tíma­leysi og skír­skot­un verks­ins til þeirr­ar stöðugu lífs­bar­áttu sem er hlut­skipti manna og dýra.“

Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Gerður Krist­ný ein­stak­lega gam­an að lesa fal­legu um­sögn dóm­nefnd­ar um Urtu, þar sem stóru orðin séu ekki spöruð. „Þetta eru ákaf­lega sterk og fög­ur um­mæli. Mér finnst líka gam­an að bók sem heit­ir Urta fá verðlaun sem eru kennd við fjöru, því þar líður urt­unni svo vel,“ seg­ir Gerður Krist­ný og tek­ur fram að verðlauna­grip­ur Fjöru­verðlaun­anna, sem lista­kon­an Kogga ger­ir, sé einn sá fal­leg­asti, en um er að ræða kera­mikegg á steini. Svo skemmti­lega vill til að Gerður hlaut Fjöru­verðlaun­in líka 2021 í flokki barna- og ung­linga­bók­mennta fyr­ir skáld­sög­una Iðunn & afi pönk þannig að nú á hún tvö kera­míkegg. „Það er gott að eiga heilt hreiður af þess­um fal­legu eggj­um.“

Öll flóra sam­fé­lags­ins var und­ir 

„Það er alltaf mjög ánægju­legt að fá klapp á bakið og staðfest­ingu á því að fólki finn­ist eitt­hvað varið í það sem maður er að gera,“ seg­ir Krist­ín Svava Tóm­as­dótt­ir. Auk Far­sótt­ar voru til­nefnd Á spor­baug. Nýyrði Jónas­ar Hall­gríms­son­ar eft­ir Önnu Sig­ríði Þrá­ins­dótt­ur og El­ínu Elísa­betu Ein­ars­dótt­ur og Vega­bréf: Íslenskt. Frá Af­gan­ist­an til Bosn­íu og Búrkína Fasó eft­ir Sig­ríði Víðis Jóns­dótt­ur. 

Kristín Svava Tómasdóttir
Krist­ín Svava Tóm­as­dótt­ir mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Í dóm­nefnd fræðibóka og rita al­menns eðlis sátu Haf­dís Erla Haf­steins­dótt­ir sagn­fræðing­ur, Sigrún Birna Björns­dótt­ir fram­halds­skóla­kenn­ari og Sigrún Helga Lund töl­fræðing­ur. Í um­sögn þeirra seg­ir: „Á horni Þing­holts­stræt­is og Spít­ala­stígs stend­ur yfir ald­argam­alt, tveggja hæða timb­ur­hús með viðburðaríka sögu; fyrsta sjúkra­hús Reyk­vík­inga, far­sótt­ar­spít­ali, geðsjúkra­hús og gisti­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa. Í dag er það mannautt og ber dulúðlegt nafn með rentu. Í Far­sótt. Hundrað ár í Þing­holts­stræti 25 rek­ur Krist­ín Svava Tóm­as­dótt­ir sögu þessa merka húss, sem um­fram allt er lit­rík saga fólks­ins sem húsið hýsti og sam­fé­lags­ins sem skóp það.“

Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Krist­ín Svava að sér þyki sér­stak­lega vænt um að fá Fjöru­verðlaun­in í ljósi þess að um sé að ræða „femín­ísk verðlaun. Það er alltaf mik­il­væg­ur þátt­ur í því sem ég er að gera, þar á meðal í þess­ari bók,“ seg­ir Krist­ín Svava sem hlaut Fjöru­verðlaun­in í tveim­ur flokk­um árið 2021, fyr­ir ljóðabálk­inn Hetju­sög­ur í flokki fag­ur­bók­mennta og fyr­ir Kon­ur kjósa: Ald­ar­saga í flokki fræðibóka og rita al­menns eðlis, en Krist­ín Svava var ein fjög­urra höf­unda að seinni bók­inni. 

„Ég vann Far­sótt að nokkru leyti sam­hliða Kon­ur kjósa, en sú bók hafði hafði klár­lega áhrif á vinn­una við Far­sótt,“ seg­ir Krist­ín Svava og tek­ur fram að mark­mið henn­ar með Far­sótt hafi verið að flétta sam­an stóru sögu kerf­is­ins og þjóðfé­lags­ins við minni per­sónu­leg­ar sög­ur, „bæði út frá kynja­vinkl­in­um, með því að halda góðu kynja­jafn­vægi í því fólki sem ég var að draga fram, og með til­liti til stétta þannig að öll flóra sam­fé­lags­ins væri und­ir.“

Nán­ar er rætt við verðlauna­haf­ana á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins á morg­un, fimmtu­dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert