Kosning hafin hjá VR

Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, býður sig fram til áframhaldandi …
Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, býður sig fram til áframhaldandi setu sem formaður VR en Elva Hrönn Hjartardóttir er mótframbjóðandi hans. mbl.is/Árni Sæberg

Formanns- og stjórnarkjör í VR hófst klukkan 9 í morgun, en það mun standa yfir í rúmlega viku, eða til hádegis næsta miðvikudag. Tvö eru í framboði til formanns félagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, býður sig fram til áframhaldandi setu, en Elva Hrönn Hjartardóttir hefur boðið sig fram á móti honum.

Ragnar Þór og Elva mættu í gær á framboðsfund sem haldinn var á Grand hóteli og kynntu þar framboð sitt og stefnumál fyrir félagsmönnum í stéttarfélaginu.

Auk formannskjörsins fer fram stjórnarkjör, en þar eru 16 í framboði til stjórnar, en alls verður kosið um sjö sæti og þrjú í varastjórn. Þau sem bjóða sig fram í stjórnina eru eftirfarandi:

  • Árni Konráð Árnason
  • Gabríel Benjamin
  • Halla Gunnarsdóttir
  • Helga Ingólfsdóttir
  • Jennifer Schröder
  • Jóhanna Gunnarsdóttir
  • Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
  • Nökkvi Harðarson
  • Ólafur Reimar Gunnarsson
  • Sigríður Hallgrímsdóttir
  • Sigurður Sigfússon
  • Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
  • Vala Ólöf Kristinsdóttir
  • Þorsteinn Þórólfsson
  • Þórir Hilmarsson
  • Ævar Þór Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert