Lögreglan lýsir eftir Gunnari

Gunnar Svan Björgvinsson.
Gunnar Svan Björgvinsson. Ljósmynd/Lögreglan

Lög­regla á Aust­ur­landi lýs­ir eft­ir Gunn­ari Svan Björg­vins­syni. Síðast er vitað um ferðir Gunn­ars 24. fe­brú­ar síðastliðinn við heim­ili sitt á Eskif­irði.

Gunn­ar er liðlega fer­tug­ur að aldri, 186 cm á hæð, grann­vax­inn með áber­andi sítt brúnt hár, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

Þeir er vita um ferðir Gunn­ars eft­ir þenn­an tíma eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444 0600 / 444 0635 eða með tölvu­pósti á net­fangið aust­ur­land@log­regl­an.is.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert