Lýsa yfir áhyggjum vegna komu skemmtiferðaskipa

Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk), áður Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA).
Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk), áður Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA).

Stjórn­end­ur Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri hafa lýst yfir áhyggj­um vegna álags sem skap­ast vegna komu ferðamanna á skemmti­ferðaskip­um yfir sum­ar­tím­ann. 

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs Ak­ur­eyr­ar frá síðustu viku þar sem einnig seg­ir að mik­il­vægt sé að Ak­ur­eyr­ar­bær og Hafna­sam­lag Norður­lands taki þátt í þeirri sam­vinnu og sam­hæf­ingu sem þarf til að tryggja bæði öfl­uga heil­brigðisþjón­ustu og ör­ugga mót­töku ferðamanna. 

Sig­urður Ein­ar Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga og hand­lækn­inga­sviðs á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri, Hulda Ringsted, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri, Jón Pálmi Óskars­son, for­stöðulækn­ir bráðalækn­inga á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri, Inga Dís Sig­urðardótt­ir, formaður stjórn­ar Hafna­sam­lags Norður­lands, og Pét­ur Ólafs­son, hafn­ar­stjóri, sátu þann fund.

Hef­ur bæj­ar­ráð falið bæj­ar­stjóra að fylgja mál­inu eft­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert