Mæðgur fljúga báðar fyrir Icelandair

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, og Birna Katrín Gunnlaugsdóttir.
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, og Birna Katrín Gunnlaugsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Mæðgurn­ar Linda Gunn­ars­dótt­ir, yf­ir­flug­stjóri hjá Icelanda­ir, og Birna Katrín Gunn­laugs­dótt­ir starfa báðar hjá Icelanda­ir sem flug­menn en Linda seg­ir í sam­tali við mbl.is að það hafi verið mark­mið dótt­ur henn­ar frá því að hún var fimm ára að verða flugmaður. Birna Katrín er 23 ára að aldri.

Linda Gunn­ars­dótt­ir er yf­ir­flug­stjóri hjá Icelanda­ir og leiðir því yfir 500 mann teymi flug­manna hjá fyr­ir­tæk­inu og starfar í milli­landa­flugi en Birna Katrín hóf ný­lega störf hjá fyr­ir­tæk­inu og starfar við inn­an­lands­flug. Mæðgurn­ar fljúga því ekki sam­an fyr­ir fyr­ir­tækið. 

„Ekki enn sem komið er,“ seg­ir Linda sem úti­lok­ar ekki að þær muni fljúga sam­an í milli­landa­flugi í framtíðinni.

Ákveðin síðan hún var fimm ára

Linda seg­ist vera hreyk­in af dótt­ur sinni að vera orðinn flugmaður en bæt­ir við að það hafi ekki verið að henn­ar frum­kvæði sem Birna ákvað að stefna á háloft­in.

„Hún hef­ur alltaf verið ákveðin í þessu. Það er fyndið en við fund­um um dag­inn nafn­spjald sem hún hafði gert í leik­skóla og á nafn­spjald­inu stend­ur: Birna Katrín Gunn­laugs­dótt­ir flugmaður. Hún var búin að ákveða þetta fimm ára.“

Linda bend­ir á að faðir henn­ar, Gunn­ar Þor­valds­son, hafi einnig verið flug­stjóri á sín­um tíma og því komn­ar þrjár kyn­slóðir af flug­stjór­um í fjöl­skyld­una.

Linda Gunnarsdóttir og Birna Katrín Gunnlaugsdóttir við stjórnvölin á lítilli …
Linda Gunn­ars­dótt­ir og Birna Katrín Gunn­laugs­dótt­ir við stjórn­völ­in á lít­illi rellu. Ljós­mynd/​Aðsend

Fjórða kon­an til að vera ráðin

Hlut­fall kvenna sem flug­menn hjá Icelanda­ir er núna 13% en Linda bend­ir á að það sé mjög hátt hlut­fall miðað við önn­ur flug­fé­lög.

„Einn landið sem er með hærra hlut­fall kven­flug­manna er Ind­land. Þegar ég er ráðinn til Icelanda­ir árið 1996 var ég fjórða kon­an til að vera ráðin sem flugmaður til þess fyr­ir­tæk­is.“

Hún bend­ir að mjög já­kvæð þróun hafi átt sér stað í stétt­inni á síðustu árum og að kven­flug­mönn­um hafi fjölgað til muna á síðustu tíu árum. 

Hent­ar kon­um ekki síður en körl­um

„Þetta er mikið fagnaðarefni því mín reynsla er sú að blandaðir vinnustaðir eru bestu vinnustaðirn­ir. Ég vil senda út hvatn­ingu fyr­ir kon­ur að halda áfram að leita í þetta starf því þetta hent­ar kon­um auðvitað ekk­ert síður en körl­um.“

Hún bæt­ir við að viðhorf gagn­vart kven­kyns flug­mönn­um hafi farið batn­andi með ár­un­um. Að henn­ar vit­und finn­ist fólki það eðli­legt að kona sitji við stýrið á flug­vél.

„Ég hef fengið miklu meiri já­kvæð viðbrögð í gegn­um tíðina held­ur en nei­kvæð. Auðvitað er alltaf erfitt að vera spor­göngumaður í hvaða starfi sem er. Þetta var stund­um al­veg erfitt en ég á miklu fleiri góðar og ánægju­leg­ar minn­ing­ar held­ur en hitt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert