Mistökin uppgötvuðust mánuði síðar

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna.
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna. Ljósmynd/Reiknistofa bankanna

Reikni­stofa bank­anna harm­ar að hafa fyr­ir mis­tök af­hent gögn um fjár­hags­færsl­ur viðskipta­vina bank­ans Indó til Kviku, að sögn Ragn­hild­ar Geirs­dóttur, for­stjóra RB í sam­tali við mbl.is.  

„Við erum nátt­úru­lega búin að reka greiðslu­kerfi í 50 ár og eru því öll kerfi og ferl­ar orðin frek­ar þroskuð og virka vel, en svo geta alltaf orðið mann­leg mis­tök eða röð mann­legra mistaka.

Hún seg­ir Kviku vera í breyt­inga­ferli varðandi gagna­mót­tökukerfi og að í því hafi mis­tök­in átt sér stað og gögn­in stimpluð á rangt bank­a­núm­er. 

Mánuður leið frá því að gögn Indó voru send til Kviku þann 3. fe­brú­arþangað til RB og Indó var til­kynnt um mis­tök­in. Ragn­hild­ur seg­ir gögn­in ein­fald­lega ekki hafa verið mót­tek­in fyrr en 27. fe­brú­ar í kerfi Kviku en að 3. mars hafi starfs­menn Kviku upp­götvað að um röng gögn væri að ræða og eytt þeim sam­stund­is. 

Taka mál­inu al­var­lega

Spurð hvaða aðferðum RB beiti til að staðfesta rétt­mæti þess að ekki hafi verið átt við gögn í aðstæðum sem þess­um segir hún al­mennt mikið traust ríkja inn­an fjár­mála­kerf­is­ins og að RB hafi treyst því að Kvika segði rétt frá að gögnin hefðu ekki verið rýnd og hafi strax verið eytt. 

Ragn­hild­ur seg­ir mál­inu sé sjálf­sögðu tekið al­var­lega og bend­ir til þess að RB hafi rekið starf­semi sína í um 50 ár á áreiðan­leg­an og ör­ugg­an hátt. Hún seg­ir vinn­una við að koma í veg fyr­ir mál sem þessi stöðug, meðal ann­ars með end­ur­nýj­un kerfa og auk­inni sjálf­virk­i­svæðingu. 

Hún ít­rek­ar að eng­in þurfi að hafa áhyggj­ur af því að gögn­in þeirra fari á flakk en þau hafi aldrei farið út fyr­ir bank­ana. 

Haukur Skúlason
Hauk­ur Skúla­son Arnþór Birk­is­son

Ekki bara hægt að vera gagnsær stund­um 

Hauk­ur Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Indó, tek­ur und­ir með Ragn­hildi og seg­ir mann­leg mis­tök alltaf geta átt sér stað. Hann seg­ir Indó hvorki áfell­ast RB né Kviku og seg­ist bera fullt traust til beggja fyr­ir­tækja, enda hafi bæði verið gíf­ur­lega opin varðandi málið og brugðist hratt og rétt við þegar mis­tök­in upp­götvuðust. 

Aðspurður um at­b­urðarás mistak­anna seg­ir hann RB og Kviku verða að svara fyr­ir það.  

„Af því að við höfðum enga aðkomu að þessu og þetta er svo hel­ber til­vilj­un að við lend­um í þessu, þá er ekki nokk­ur leið fyr­ir okk­ur að sjá eitt eða neitt. Það að út­skýra hvað gerðist ligg­ur því al­farið hjá RB og Kviku.“ 

Hauk­ur seg­ir að viðskipta­vin­ir þeirra hafi sýnt mál­inu skiln­ing og brugðist vel við, en Indó tók ákvörðun um að upp­lýsa viðskipta­vini sína að fullu, enda sé ekki bara hægt að vera opin og gagn­sær stund­um.  

Upp­fært 8.3.2023, 16:50 :

Upp­haf­lega var haft eft­ir Ragn­hildi Geirs­dótt­ur for­stjóra Reikn­is­stofu Bank­anna að „RB geti séð í sínu kerfi hvenær gögn­in voru opnuð og hvenær þeim hefði verið eytt.“ en sam­kvæmt upp­lýs­inga­full­trúa RB er svo ekki, held­ur hafi RB fengið staðfest frá Kviku að gögn­un­um hafi verið eytt.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert