Mótmælandi gegn stríðinu fékk ríkisborgararétt

21 var veittur ríkisborgararéttur í dag.
21 var veittur ríkisborgararéttur í dag. Haraldur Jónasson / Hari

21 ein­stak­ling­ur fékk rík­is­borg­ara­rétt frá Alþingi í dag. Þeirra á meðal má nefna rúss­neska blaðamann­inn Andrei Mens­hen­in sem hef­ur verið í far­ar­broddi mót­mæla gegn inn­rás Rússa í Úkraínu á Íslandi.

Eins ber að nefna að Dav­id Thor Lin­ker, lækni, sem er son­ur Höllu og Hal Lin­ker, áður Guðmunds­dótt­ir, en Lin­ker fjöl­skyld­an var á sín­um tíma nefnd ein víðförlasta fjöl­skylda í heimi. Gáfu þau út sjón­varpsþætti um ferðalög sín.

Af öðrum má nefna mynd­lista­kon­una Roni Horn, 68 ára gamla lista­konu sem dvalið hef­ur á Íslandi um langt skeið og Al­ex­and­er Elliott verk­efna­stjóri þjón­ustu RÚV á öðrum mál­um en ís­lensku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert