Mótmælandi gegn stríðinu fékk ríkisborgararétt

21 var veittur ríkisborgararéttur í dag.
21 var veittur ríkisborgararéttur í dag. Haraldur Jónasson / Hari

21 einstaklingur fékk ríkisborgararétt frá Alþingi í dag. Þeirra á meðal má nefna rússneska blaðamanninn Andrei Menshenin sem hefur verið í fararbroddi mótmæla gegn innrás Rússa í Úkraínu á Íslandi.

Eins ber að nefna að David Thor Linker, lækni, sem er sonur Höllu og Hal Linker, áður Guðmundsdóttir, en Linker fjölskyldan var á sínum tíma nefnd ein víðförlasta fjölskylda í heimi. Gáfu þau út sjónvarpsþætti um ferðalög sín.

Af öðrum má nefna myndlistakonuna Roni Horn, 68 ára gamla listakonu sem dvalið hefur á Íslandi um langt skeið og Alexander Elliott verkefnastjóri þjónustu RÚV á öðrum málum en íslensku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert