Nonni hafi boðið Birgi fimm milljónir

Ólafur Örn Svansson og Birgir Halldórsson.
Ólafur Örn Svansson og Birgir Halldórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Málflutningi í stóra kókaínmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er nú lokið og bú­ast má við dóms­upp­kvaðningu eft­ir fjór­ar vik­ur.

Ólafur Örn Svansson, verjandi Birgis Halldórssonar, var síðastur verjenda til þess að flytja málflutning skjólastæðing síns og krefst hann þess að Birgir verði sýknaður eða fái væg­ustu refs­ingu sem lög leyfa. 

Ólafur sagði að Birgir hafi nýtti sér rétt sinn til að tjá sig ekki um ákveðna málaliði og ítrekaði að hann hafi fullan rétt til þess.

Líkt og verjandi Jóhannesar sagði í sínum málflutningi, sagði Ólafur að Birgir hafi verið milliliður. Hann hafi ekki verið skipuleggjandi, ekki haft ákvörðunarvald og ekki fjármagnaði sendinguna.

Hann sagði að Birgir hafi gengist við sínum hlut málsins en ekki keypt fíkniefnin, komið þeim fyrir timbrinu né skipulagt flutning þeirra til Íslands. Þá tók hann ekki við kókaíninu og ætlaði ekki að standa að sölu þess.

Hver er Nonni?

Ólafur sagðist harma að í gögnum málsins væru ekki öll samskipti Birgis við óþekktan aðila, eða svonefndan Nonna, þar sem að þau samskipti myndu sína glögglega að Birgir væri einungis milliliður. Hann sagði Birgi ekki hafa haft fulla yfirsýn yfir málið.

Ólafur nefndi að Birgir væri ekki höfuðpaur, og að ákæruvaldið og lögregla væri meðvituð um það. Nonni hafi staðið að einhverri skipulagningu sendingarinnar en ekki endilega verið aðalhöfuðpaurinn.

Birgir og Jó­hann­es Páll Durr.
Birgir og Jó­hann­es Páll Durr. Kristinn Magnússon

Hann sagði hlutverk Birgis einungis vera að lengja keðju málsaðila á milli Nonna og Jóhannesar. Ólafur sagði algengt að svo sé gert til að forðast handtöku allra aðila.

Birgir sagði í skýrslutöku fyrir dómi í janúar að Nonni hafi boðið hon­um fimm millj­ón­ir fyr­ir nokk­urra daga vinnu.

„[Ég] hefði aldrei tekið þátt í þessu ef ég hefði vitað um­fangið,“ sagði Birg­ir og bætti við að hann sæi eft­ir að hafa látið draga sinn inn í málið.  

Vitnisburður Páls gríðarlega óstöðugur

Ólafur sagði að Birgir tengdist ekki málinu fyrr en í maí árið 2022. Það eina sem bendi til annars sé vitnisburður Páls, sem Ólafur sagði ótrúverðugan og gríðarlega óstöðugan.

Ólafur sagði að Páll hafi sakað Jóhannes og Birgi um brot Nonna, sem hann sé að hylma yfir.

Sakborningarnir í málinu; Páll Jóns­son, Daði Björns­son, Jó­hann­es Páll Durr …
Sakborningarnir í málinu; Páll Jóns­son, Daði Björns­son, Jó­hann­es Páll Durr og Birg­ir Hall­dórs­son. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásetningurinn ekki að flytja inn 100 kíló

Líkt og verjendur hinna sakborninganna, fordæmdi Ólafur haldlagningu hollensku lögreglunnar á fíkniefnunum.

Hann sagði ekki vera lögfullsönnun fyrir að því að um væri að ræða 100 kíló né að öll sendingin hafi verið kókaín.

Hol­lenska lög­regl­an tók ein­ung­is sýni af 10% af efnisins. Er hol­lenska lög­regl­an bar vitni fyr­ir dómi sagði hún að það væri regla sam­kvæmt evr­ópsk­um stöðlum.

Hann sagði ásetninginn aldrei hafa verið að flytja inn 100 kíló af kókaíni.

Ólafur spurði að lokum að ef höfuðpaurunum væru sleppt, væri þá hægt að færa hina aðilana upp keðjuna og þar af leiðandi gera Birgi að höfuðpaur. Þá ítrekaði hann að Birgir hafi einungis verið milliliður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka