Nonni hafi boðið Birgi fimm milljónir

Ólafur Örn Svansson og Birgir Halldórsson.
Ólafur Örn Svansson og Birgir Halldórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mál­flutn­ingi í stóra kókaín­mál­inu fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur er nú lokið og bú­ast má við dóms­upp­kvaðningu eft­ir fjór­ar vik­ur.

Ólaf­ur Örn Svans­son, verj­andi Birg­is Hall­dórs­son­ar, var síðast­ur verj­enda til þess að flytja mál­flutn­ing skjóla­stæðing síns og krefst hann þess að Birg­ir verði sýknaður eða fái væg­ustu refs­ingu sem lög leyfa. 

Ólaf­ur sagði að Birg­ir hafi nýtti sér rétt sinn til að tjá sig ekki um ákveðna málaliði og ít­rekaði að hann hafi full­an rétt til þess.

Líkt og verj­andi Jó­hann­es­ar sagði í sín­um mál­flutn­ingi, sagði Ólaf­ur að Birg­ir hafi verið milliliður. Hann hafi ekki verið skipu­leggj­andi, ekki haft ákvörðun­ar­vald og ekki fjár­magnaði send­ing­una.

Hann sagði að Birg­ir hafi geng­ist við sín­um hlut máls­ins en ekki keypt fíkni­efn­in, komið þeim fyr­ir timbr­inu né skipu­lagt flutn­ing þeirra til Íslands. Þá tók hann ekki við kókaín­inu og ætlaði ekki að standa að sölu þess.

Hver er Nonni?

Ólaf­ur sagðist harma að í gögn­um máls­ins væru ekki öll sam­skipti Birg­is við óþekkt­an aðila, eða svo­nefnd­an Nonna, þar sem að þau sam­skipti myndu sína glögg­lega að Birg­ir væri ein­ung­is milliliður. Hann sagði Birgi ekki hafa haft fulla yf­ir­sýn yfir málið.

Ólaf­ur nefndi að Birg­ir væri ekki höfuðpaur, og að ákæru­valdið og lög­regla væri meðvituð um það. Nonni hafi staðið að ein­hverri skipu­lagn­ingu send­ing­ar­inn­ar en ekki endi­lega verið aðal­höfuðpaur­inn.

Birgir og Jó­hann­es Páll Durr.
Birg­ir og Jó­hann­es Páll Durr. Krist­inn Magnús­son

Hann sagði hlut­verk Birg­is ein­ung­is vera að lengja keðju málsaðila á milli Nonna og Jó­hann­es­ar. Ólaf­ur sagði al­gengt að svo sé gert til að forðast hand­töku allra aðila.

Birg­ir sagði í skýrslu­töku fyr­ir dómi í janú­ar að Nonni hafi boðið hon­um fimm millj­ón­ir fyr­ir nokk­urra daga vinnu.

„[Ég] hefði aldrei tekið þátt í þessu ef ég hefði vitað um­fangið,“ sagði Birg­ir og bætti við að hann sæi eft­ir að hafa látið draga sinn inn í málið.  

Vitn­is­b­urður Páls gríðarlega óstöðugur

Ólaf­ur sagði að Birg­ir tengd­ist ekki mál­inu fyrr en í maí árið 2022. Það eina sem bendi til ann­ars sé vitn­is­b­urður Páls, sem Ólaf­ur sagði ótrú­verðugan og gríðarlega óstöðugan.

Ólaf­ur sagði að Páll hafi sakað Jó­hann­es og Birgi um brot Nonna, sem hann sé að hylma yfir.

Sakborningarnir í málinu; Páll Jóns­son, Daði Björns­son, Jó­hann­es Páll Durr …
Sak­born­ing­arn­ir í mál­inu; Páll Jóns­son, Daði Björns­son, Jó­hann­es Páll Durr og Birg­ir Hall­dórs­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ásetn­ing­ur­inn ekki að flytja inn 100 kíló

Líkt og verj­end­ur hinna sak­born­ing­anna, for­dæmdi Ólaf­ur hald­lagn­ingu hol­lensku lög­regl­unn­ar á fíkni­efn­un­um.

Hann sagði ekki vera lög­full­sönn­un fyr­ir að því að um væri að ræða 100 kíló né að öll send­ing­in hafi verið kókaín.

Hol­lenska lög­regl­an tók ein­ung­is sýni af 10% af efn­is­ins. Er hol­lenska lög­regl­an bar vitni fyr­ir dómi sagði hún að það væri regla sam­kvæmt evr­ópsk­um stöðlum.

Hann sagði ásetn­ing­inn aldrei hafa verið að flytja inn 100 kíló af kókaíni.

Ólaf­ur spurði að lok­um að ef höfuðpaur­un­um væru sleppt, væri þá hægt að færa hina aðilana upp keðjuna og þar af leiðandi gera Birgi að höfuðpaur. Þá ít­rekaði hann að Birg­ir hafi ein­ung­is verið milliliður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert