Öllum sagt upp og framtíðin er óljós

Um 120 nemendur eru í Listdansskóla Íslands.
Um 120 nemendur eru í Listdansskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Öllu fastráðnu starfsfólki Listdansskóla Íslands var sagt upp um síðustu mánaðamót og framtíð hans er í óvissu. Um 120 nemendur eru í skólanum og hafa stjórnendur fundað með foreldrum þeirra. Guðmundur Helgason skólastjóri segir að stjórn skólans vinni að því að bæta fjármögnun hans. Vonir standa til þess að hægt verði að tryggja reksturinn. „Við verðum bara að trúa því. Ráðuneytið segist vera að vinna í því að koma þessu í lag og biður um svigrúm til þess. Við erum ekkert eini skólinn sem er í vanda. Framtíð listdansnáms í landinu er í húfi.“

Skólinn var stofnaður í Þjóðleikhúsinu 1952 en var lagður niður sem ríkisskóli 2006. Aldrei var gengið frá fjármögnun námsins þá, að sögn Guðmundar. 

Hægt er að nálgast nánari umfjöllun í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert