Páll hafi verið notaður og afvegaleiddur

Daði Björnsson og Páll Jónsson.
Daði Björnsson og Páll Jónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verj­andi timb­ursal­ans í stóra kókaín­mál­inu sagði hann hafa verið af­vega­leidd­an og notaðan til að smygla tæp­lega 100 kíló­um af kókaíni til lands­ins og krafðist því sýknu að hluta til fyr­ir skjól­stæðing sinn.

Mál­flutn­ing­ur fer fram fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag og tók Unn­steinn Örn Elvars­son, verj­andi Páls, fyrst­ur til máls á eft­ir sak­sókn­ara.

Sak­sókn­ari legg­ur til að sak­born­ing­arn­ir fjór­ir, Páll Jóns­son, Daði Björns­son, Jó­hann­es Páll Durr og Birg­ir Hall­dórs­son hljóti há­marks­refs­ingu, það er að segja tólf ára fang­elsis­vist.

Ekki meðvitaður um um­fangið

Unn­steinn Örn Elvars­son, verj­andi Páls, sagði að Páll hafi ekki verið meðvitaðir um um­fang send­ing­ar­inn­ar og vísaði til þess að hann ætti eng­an saka­fer­il að baki. Páll hef­ur þó játað sök að hluta til.

Unnsteinn Örn Elvarsson og Arnar Kormákur Friðriksson ásamt Páli.
Unn­steinn Örn Elvars­son og Arn­ar Kor­mák­ur Friðriks­son ásamt Páli. mbl.is/​Há­kon

Páll er á sjö­tugs­aldri og átti fyr­ir­tækið, Hús og Harðviður, sem flutti inn timbrið sem fíkni­efn­in voru fal­in í. 

Páll lýsti því fyr­ir dómi í janú­ar að „and­legt þrot“ hefði leitt til þess að hann samþykkti að flytja inn kókaínið.

„Ég lét til leiðast. Það voru mín mis­tök,“ sagði Páll og greindi frá því að árið 2021 hafi hann misst bæði son sinn og tengda­móður. Þá hafi stjúp­son­ur hans glímt við al­var­leg veik­indi.

Fyr­ir dómi sagði Páll að hann hafi ekki vitað um um­fang send­ing­ar­inn­ar og að hann hafi talið upp­haf­lega væri um sex kíló væri að ræða.

Unn­steinn vísaði til skýrslu­töku lög­reglu og sagði að Páll hafi fengið áfall er hann fékk að vita að um tæp­lega 100 kíló væri að ræða.

Þá nefndi Unn­steinn meðal ann­ars að upp­hæðirn­ar sem menn­irn­ir áttu að fá greitt fyr­ir verk­efnið sam­svari ekki götu­v­irðis kókaíns, upp­hæðin hefði átt að vera um­tals­vert meiri ef mark­ar um­fjöll­un fjöl­miðla um götu­v­irð, en Páll greindi frá því í skýrslu­töku lög­reglu að hann hefði átt að fá 30 millj­ón­ir fyr­ir sinn þátt. Í seinni skýrslu­tök­um dró hann það hins veg­ar til baka. 

Sam­an­b­urður við salt­dreifara­málið ósann­gjarn

Sak­sókn­ari nefndi í sín­um mál­flutn­ingi að það væri dóms­ins að meta refs­ingu en vísaði til fyrri dóma, þar á meðal 12 ára fang­els­is­dóma í saldreifara­mál­inu.

Unn­steinn sagði ósann­gjarnt að bera þessi mál sam­an, meðal ann­ars af því að sak­born­ing­arn­ir í því máli áttu lang­an saka­fer­il að baki ólíkt Páli.

Unn­steinn sagði að rann­sókn lög­reglu væri vöru­lega ábóta­vant og að lít­ill áhugi væri að ná höfuðpaur­um máls­ins. Einnig gagn­rýndi hann sýna­töku hol­lensku lög­regl­un­ar á fíkni­efn­un­um.

Hol­lenska lög­regl­an hald­lagði 99,25 kíló­ af kókaín og var ein­ung­is 10% af efn­inu tekið til skoðunar. Er hol­lenska lög­regl­an bar vitni fyr­ir dómi sagði hún að það væri regla sam­kvæmt evr­ópsk­um stöðlum.

Unn­steinn sagði að málsmeðferðin og rann­sókn máls­ins færi fram á Íslandi og því ættu ís­lensk­ar regl­ur að gilda.

Unn­steinn nefndi að lok­um að dóm­ur skildi líta til þess að Páll væri á eft­ir­launa­aldri og ætti við veik­indi að stríða, bæði lík­am­leg og and­leg. Þá glími hann lík­lega við byrj­un­arstig hvít­blæðis sem hann hef­ur ekki fengið neina aðstoð við.

Unn­steinn nefndi einnig að taka ætti til­lit til þess að Páll sé fjöl­skyldumaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert