Ráðinn framkvæmdastjóri Happdrættis DAS

Valgeir Elíasson.
Valgeir Elíasson. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Happ­drætt­is DAS hef­ur ráðið Val­geir Elías­son sem fram­kvæmda­stjóra. Hann mun hann starfa við hlið frá­far­andi for­stjóra, Sig­urðar Ágústs Sig­urðsson­ar, fram í maí næst­kom­andi.

Val­geir þekk­ir vel til starfa Happ­drætt­is DAS. Hann starfaði sem deild­ar­stjóri bók­halds- og launa­deild­ar Hrafn­istu­heim­il­anna, en bæði happ­drættið og Hrafn­istu­heim­il­in starfa und­ir hatti Sjó­mannadags­ráðs.

Val­geir er menntaður viðskipta­fræðing­ur með MAcc-gráðu frá Há­skóla Íslands frá ár­inu 2011. Hann hef­ur unnið hjá Hrafn­istu­heim­il­un­um í 11 ár en þar á und­an vann hann hjá KPMG og Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg. Hann er kvænt­ur og á þrjú börn og þrjú barna­börn, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Á þeim rúm­um 69 árum sem Happ­drætti DAS hef­ur starfað hef­ur það verið fjár­hags­leg­ur bak­hjarl í allri upp­bygg­ingu Hrafn­istu­heim­il­anna auk þess sem 40% af hagnaði happ­drætt­is­ins rann til upp­bygg­ing­ar dval­ar­heim­ila aldraða út um land allt í 25 ár.

„Ég veit að Happ­drætti DAS hef­ur skilað góðu búi til þeirra mál­efna sem það styrk­ir, þ.e.a.s Hrafn­istu­heim­il­in á höfuðborg­ar­svæðinu. Mikið grett­i­stak hef­ur verið unnið í að nú­tíma­væða hjúkr­un­ar­heim­il­in og gera þau þannig að þeim sem dvelj­ast þar líður mjög vel. Happ­drættið hef­ur stutt einna helst við þessa nú­tíma­væðingu og mitt starf mun snú­ast um að halda þess­um stuðningi áfram,“ seg­ir Val­geir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert