Ritstjórn Vísis boðuð fyrir dóm

Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður Vísis, Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu …
Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður Vísis, Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, mættu í dómsal ásamt Reimari Péturssyni lögmanni þeirra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rit­stjórn Vís­is var boðuð í dómssal í morg­un og gef­inn kost­ur á að út­skýra birt­ingu frétt­ar í stóra kókaín­mál­inu.

Aðalmeðferð í mál­inu hófst 19. janú­ar og greindi dóm­ari þá frá því að fjöl­miðlum væri óheim­ilt að greina frá skýrslu­tök­un­um fyrr en þeim er öll­um lokið í mál­inu. Þeim lauk tæp­lega sjö vik­um síðar, 6. mars.

Vís­ir virti hins veg­ar bann dóm­ara að vett­ugi þar sem miðill­inn taldi um oftúlk­un á lög­um að ræða og birti frétt upp úr vitna­leiðslum sak­born­ing­anna fjög­urra í mál­inu 3. mars.

Dóm­ari vitnaði í því sam­hengi í síðustu máls­grein 10 gr. 1. þátt­ar laga um meðferð saka­mála, þar sem seg­ir:

Nú tel­ur dóm­ari að nægi­legt sé til þess að tryggja þá hags­muni sem búa að baki 1. mgr. að leggja bann við op­in­berri frá­sögn af þing­haldi skv. 2. mgr. 11. gr. og skal hann þá grípa til þess úrræðis í stað þess að loka þing­haldi.

Sýknu kraf­ist

Reim­ar Pét­urs­son, verj­andi Vís­is, sagðist í dómssal ekki hafa fengið gögn máls­ins en rakti þó ástæður rit­stjórn­ar­inn­ar og vísaði í lög um tján­ing­ar­frelsi og lagameðferð saka­mála. Þá gerði hann kröfu um málsmeðferð vegna máls­ins. Reim­ar sagði að sýknu yrði kraf­ist.

Hann sagði um­bjóðend­ur sína vera í óþægi­legri stöðu vegna tengsla við stóra kókaín­málið.

Dóm­ari sagði að ekk­ert hefði verið ákveðið um sekt­ir eða aðra refs­ingu og að málið yrði skoðað. Þá sagði hann að ef dóm­ur­inn myndi halda þessu máli áfram yrði gert úr því sér­stakt mál. Sak­sókn­ari sagði að skoða þyrfti hvort lög hefðu verið brot­in.

Í dag fer fram mál­flutn­ing­ur sak­sókn­ara og verj­anda í mál­inu og þá má bú­ast við dóms­upp­kvaðningu um fjór­um vik­um síðar.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert