Þátttaka Daða hluti af sjálfskaðandi hegðun

Daði Björnsson er hér til hægri.
Daði Björnsson er hér til hægri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verj­andi eins sak­born­ings í stóra kókaín mál­inu sagði að skjól­stæðing­ur hans hafi verið í neyslu fíkni­efna um nokk­urra hríð og að ein­stak­ling­ar í þeirri stöðu upp­lifi að þeir hafi litlu að tapa. Því hafi þátt­taka sak­born­ings­ins í að taka á móti 100 kíló­um af kókaíni síðasta sum­ar hafa verið hluta af sjálf­skaðandi hegðun.

Daði Björns­son er þrítug­ur Reyk­vík­ing­ur sem tók á móti fíkni­efn­un­um sem komu frá Bras­il­íu og  voru fal­in í trjá­drumb­um.

Arn­ar Kor­mák­ur Friðriks­son, verj­andi Daða, krafðist væg­ustu refs­ing­ar sem lög leyfa fyr­ir skjól­stæðing sinn í mál­flutn­ingi sín­um fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag.

Héraðssak­sókn­ari legg­ur til að sak­born­ing­arn­ir hljóti há­marks­refs­ingu í héraðsdómi, auk þess að þeir greiði all­an sak­ar­kostnaðar.

Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við ákæru

Arn­ar sagði Daða hafa viljað koma hreint fram og játa sök, en það væri ekki hægt í ljósi þess hvernig ákær­an er lögð fram. Arn­ar ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við ákæru sak­sókn­ara.

Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi Daða.
Arn­ar Kor­mák­ur Friðriks­son, verj­andi Daða. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Daði er ákærður fyr­ir skipu­lagða brot­a­starf­semi, til­raun til stór­fellds fíkni­efna­laga­brots og hafa haft um­tals­verðar óút­skýrðar tekj­ur sem talið er að þeir hafi aflað sem ávinn­ings af refsi­verðum brot­um. Þá er hann einnig ákærður fyr­ir að hafa í vörslu sinni maríjú­ana.

Hálf­gert ey­land

Arn­ar sagði aðkomu Daða vera af­markaða og skipu­lagn­ing inn­flutn­ings­ins lokið er Daði kom að mál­inu, og brotið þar af þegar leiðandi framið.

Daði lýsti því fyr­ir dómi í janú­ar að hann hafi kom­ist í kynni við mann sem fékk hann í verkið, sem Daði hélt að ætti að klár­ast fljótt en það dróst á lang­inn. Hann fjar­lægði efn­in úr trjá­drumb­un­um, pakkaði fíkni­efn­un­um niður og flutti til ótil­greinds aðila til að hægt yrði að koma efn­un­um í sölu og dreif­ingu. 

Daði sagði að hann hafi fundið fyr­ir mikl­um þrýst­ingi frá þess­um ónefnda aðila og fund­ist hann vera fast­ur. Hann sagði sam­skipt­in hafa valdið hon­um mik­illi streitu. 

Úr dómssal.
Úr dómssal. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Arn­ar nefndi að Daði skipu­lagði ekki neitt held­ur fylgdi ein­ung­is fyr­ir­mæl­um. Hann hafi ekki haft neina vitn­eskju um kaup eða sölu. Hann sagði Daða því vera hálf­gert ey­land í mál­inu. Daða hafi fund­ist það bæði pín­legt og vand­ræðal­egt að hann skyldi hafa tekið þátt í þessu smygli fyr­ir litla upp­hæð.

Arn­ar sagði þátt­töku Daða til­vilj­ana­kennda og benti á að eng­inn tengsl séu á milli hans og hinna sak­born­ing­anna.

Verj­and­inn sagði einnig að óút­skýrðar tekj­ur, um 16 millj­ón­ir króna, Daða teng­ist að engu leyti mál­inu að öðru leyti en pen­ing sem hann fékk til leigu á hús­næðinu sem fíkni­efn­in voru geymd í.

Eðli­leg refs­ing þrjú ár í fang­elsi

Arn­ar nefndi að Daði hafi hrein­an saka­fer­il og verið sam­vinnuþýður í rann­sókn lög­reglu. Þá tel­ur hann eðli­legt að taka til­lit til hegðunar Daða und­an­farið en hann hef­ur lagt stund á nám og verið virk­ur í meðferðar­starfi á Litla-Hrauni.

Arn­ar lagði áherslu á að hlut­ur Daða væri mun veiga­minni en hluta höfuðpaur­anna sem skipu­lögðu smyglið, og því væri eðli­leg refs­ing fyr­ir brot Daða um þriggja ára fang­elsis­vist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert