„Þeir eru bókstaflega aldrei að fara að sjá mig“

Edda segir að drengjunum líði vel á Íslandi, þeir hafi …
Edda segir að drengjunum líði vel á Íslandi, þeir hafi eignast vini og séu í góðu sambandi við stórfjölskylduna. Ljósmynd/Aðsend

„Ég væri ekki að þessu ef ég vissi að börn­in mín hefðu það gott og þau vildu vera í Nor­egi. Þá myndi ég sætta mig við þetta, en það er ekki þannig,“ seg­ir Edda Björk Arn­ar­dótt­ir, sem nam þrjá syni sína á brott frá föður þeirra í Nor­egi fyr­ir tæpu ári síðan, þar sem hún taldi vel­ferð þeirra ógnað. Hún ætl­ar að fara með mál sitt til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu til að reyna að fá þeim úr­sk­urði hnekkt að hún þurfi að af­henda dreng­ina föður þeirra.

Hæstirétt­ur hafnaði í síðustu viku mál­skots­beiðni henn­ar, en Lands­rétt­ur staðfesti fyr­ir rúm­um mánuði dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur um syn­irn­ir skuli tekn­ir úr henn­ar um­sjá og af­hent­ir föður þeirra í Nor­egi. Þvert gegn vilja drengj­anna sjálfra. Í dómi héraðsdóms er einnig horft fram­hjá niður­stöðu dómskvadds mats­manns sem seg­ir að taka eigi mark á því sem þeir segja.

„Þeir virðast all­ir vera mjög ein­læg­ir og svona flott­ir og ég met það þannig að þeir eru, já bæði virðast vera bara á rétt­um stað í þroska og líka að skoðanir sem þeir eru að lýsa séu ein­læg­ar og ég tel að það ætti að taka mark á því sem þeir segja,“ seg­ir í skýrslu mats­manns fyr­ir dómi.

Flutn­ing­ar núna gætu reynst erfiðir

Um er að ræða þrjá drengi, tví­bura sem verða 12 ára í mars og einn er 9 ára síðan í sept­em­ber. Faðir­inn, sem er ís­lensk­ur, fer einn með for­sjá þeirra og hafa þeir lög­heim­ili hjá hon­um í Nor­egi. All­ir hafa þeir greint skýrt frá því að þeir vilji búa hjá móður sinni á Íslandi og vilji ekki fara aft­ur til Nor­egs. Dóm­kvadd­ur sál­fræðing­ur í mál­inu tel­ur að það geti verið þeim skaðlegt að vera af­hent­ir föður sín­um, miðað við þá óvissu sem rík­ir um um­gengni þeirra við móður sína og syst­ur í fram­hald­inu.

Edda seg­ir að drengj­un­um líði vel á Íslandi. Þeir séu skóla, stundi íþrótt­ir og eigi marga vini. Þá séu þeir í góðum sam­skipt­um við stór­fjöl­skyld­una sína, sem hún tel­ur mjög mik­il­vægt. Rím­ar það við það sem fram kem­ur í mats­gerðinni, en þar seg­ir:

„Þeir hafa aðlag­ast lífi sínu á Íslandi nokkuð vel og þau stakka­skipti sem flutn­ing­ar myndu núna hafa gætu reynst drengj­un­um erfiðir. Þeir lýsa því all­ir að þeir vilji núna búa á Íslandi frek­ar og vera með með móður en föður því þeir hafi verið lengi frá móður.“

16 klukku­tíma um­gengni á ári

Sam­kvæmt norsk­um dóms­úrsk­urði skal faðir­inn fara einn með for­sjá drengj­anna og þeir hafa lög­heim­ili hjá hon­um. Um­gengni skal þannig háttað að þeir fá aðeins hitta móður sína und­ir eft­ir­liti fjór­um sinn­um á ári, fjór­ar klukku­stund­ir í senn og skal þá töluð norska. Sam­kvæmt sama úr­sk­urði eiga tvær al­syst­ur drengj­anna hins veg­ar að hafa lög­heim­ili hjá móður sinni á Íslandi, þótt for­eldr­arn­ir fari sam­eig­in­lega með for­sjá þeirra.

Var sá dóms­úrsk­urður kveðinn upp í kjöl­far þess að Edda tók ákvörðun um að senda börn­in ekki aft­ur til föður síns eft­ir að vetr­ar­fríi þeirra hér á landi lauk árið 2019. Meðal ann­ars vegna þess að tann­heilsa barn­anna var mjög slæm, sér­stak­lega drengj­anna. Þá voru stúlk­urn­ar skýr­ar með það að þær vildu ekki fara aft­ur út til föður síns, að sögn Eddu, og hafa þær búið hjá henni síðan.

Um­gengni drengj­anna við móður sína var hins veg­ar mjög tak­mörkuð þar til hún nam þá á brott í mars á síðasta ári, enda hafði faðir­inn ekki fall­ist á aukna um­gengni, nema að litlu leyti, sem miðaðist við tvær helg­ar á ári. Í viðtali við mbl.is á þeim tíma sagðist Edda ekki hafa séð ann­an kost stöðunni en fara með dreng­ina til Íslands þar sem hún taldi vel­ferð þeirra ógnað. Þá höfðu þeir ekki hitt móður sína í rúmt ár og syst­urn­ar í þrjú ár.

Í kæru til Lands­rétt­ar kem­ur fram að syst­urn­ar séu í reglu­legri sál­fræðimeðferð í Barna­húsi og hjá sál­fræðingi þar sem þær hafi greint frá of­beldi af hálfu föður síns. Viður­kenndi hann fyr­ir héraðsdómi að hafa slegið á brjóst eldri stúlk­unn­ar og misst þol­in­mæðina gagn­vart þeirri yngri þegar hún vildi ekki fara í sturtu. Hann hafi tekið í arm henn­ar, leitt niður stiga og sett hana í sturtu í öll­um föt­un­um.

Tak­mörkuð um­gengni sé drengj­un­um þung­bær

Í úr­sk­urði Héraðsdóms Reykja­vík­ur í mál­inu seg­ir að ljóst sé af gögn­um máls­ins að hin tak­markaða um­gengni drengj­anna við móður og aðra fjöl­skyldu á Íslandi í lang­an tíma hafi reynst þeim þung­bær. Þá virðist sem faðir hafi látið gremju í garð móður ráða för varðandi ósk­ir henn­ar um meiri um­gengni við dreng­ina. Niðurstaðan var engu að síður sú að Edda skyldi af­henda föðurn­um dreng­ina.

Í kæru Eddu til Lands­rétt­ar er bent á að niðurstaða héraðsdóms bygg­ist á því að faðir­inn hafi í óform­leg­um sáttaviðræðum fyr­ir dómi sagst vera til­bú­inn að semja um meiri um­gengni en 16 klukku­stund­ir á ári. Hann geri sér grein fyr­ir þörf drengj­anna fyr­ir mun meiri um­gengni við móður og ekk­ert í dóms­úrsk­urði í Nor­egi kom í veg fyr­ir að um­gengni verði auk­in.

Það sé hins veg­ar nauðsyn­legt sé að hnekkja á niður­stöðunni því hún sé bæði í and­stöðu við öll gögn og for­sögu máls­ins og það hvernig afstaða föður hafi verið til auk­inn­ar um­gengni hingað til.

„Verið sé að senda dreng­ina í mikla hættu með því að fall­ast á af­hend­ingu þeirra til Nor­egs því eins og dóm­kvadd­ur matsmaður seg­ir, hafa dreng­irn­ir orðið fyr­ir and­leg­um skaða nú þegar af því tengsl­arofi sem varð,“ seg­ir í kær­unni.

Í kæru til Hæsta­rétt­ar seg­ir að nauðsyn­legt sé að hnekkja úr­sk­urði Lands­rétt­ar enda sé verið að setja al­var­legt for­dæmi með því að virða að vett­ugi vilja drengj­anna. Það brjóti gegn barna­lög­um þar sem kveðið er á er á um að kanna skuli af­stöðu og taka til­lit til skoðana barna sem hafa náð ákveðnum þroska og aldri. Í úr­sk­urðinum sé hins veg­ar vikið með al­var­leg­um hætti af þeirri braut sem hef­ur verið styrkt í sessi und­an­fari ár, að gefa skoðunum og af­stöðu barna enn meira vægi við ákv­arðanir í mál­um sem þau varða.

„Á að and­lega þvinga börn­in, á að hóta þeim?“

Var það mat dóm­kvadds mats­manns að aðskilnaður frá hvoru for­eldr­inu fyr­ir sig væri skaðleg­ur fyr­ir dreng­ina. Þar var tekið fram að fyr­ir lægi að skaðlegt væri fyr­ir barn að fá ekki tæki­færi til að rækta sam­band við hvort for­eldrið fyr­ir sig. Slík­ur aðskilnaður og rof á tengsl­um væri talið geta haft áhrif á and­lega heilsu barns í formi kvíða og van­líðunar.

Edda seg­ir það hins veg­ar ljóst að fari dreng­irn­ir aft­ur til Nor­egs þá fái þeir aldrei að hitta hana. „Hann hef­ur kært mig í Nor­egi fyr­ir barns­rán og það er hand­töku­beiðni á mig þar. Þannig þeir eru bók­staf­lega aldrei að fara að sjá mig.“

Hún velt­ir því einnig upp hvernig eigi að fram­kvæma þá aðgerð fara með dreng­ina gegn vilja sín­um til Nor­egs.

„Hver á að hjálpa hon­um? Á að halda á börn­un­um út. Ætlar lög­regla og barna­vernd virki­lega að halda á þess­um börn­um út úr húsi, halda á þeim inn í flug­vél? Þeir eru ekki að fara sjálf­ir,“ seg­ir Edda.

„Og ef ekki, á að and­lega þvinga börn­in, á að hóta þeim?“ spyr hún.

Bjuggu hjá móður sinni í Nor­egi 

For­saga máls­ins er sú að fjöl­skyld­an bjó sam­an í Nor­egi um ára­bil og eft­ir að for­eldr­arn­ir skildu árið 2015 fóru þau sam­eig­in­lega með for­sjá barn­anna, sem höfðu lög­heim­ili hjá Eddu. Þegar hún svo vildi flytja til Íslands með börn­in árið 2017 synjaði faðir­inn henni um það. Málið fór því fyr­ir dóm í Nor­egi en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var Eddu var ráðlagt að flytja heim til Íslands á meðan málið væri til meðferðar til að und­ir­búa heim­ili fyr­ir börn­in. Hún kom hins veg­ar reglu­lega til Nor­egs og eyddi mikl­um tíma með börn­un­um.

Þegar dóm­ur var kveðinn upp hafði það hins veg­ar úr­slita­áhrif á niður­stöðuna að Edda hafði flutt til Íslands. Dóm­ur féll því þannig að lög­heim­ili barn­anna skyldi vera í Nor­egi hjá föður, þrátt fyr­ir að frum­tengsl þeirra við móður væru mun sterk­ari. Börn­in áttu hins veg­ar að vera í reglu­legri um­gengi við móður og fara til henn­ar í fríi­um sem þau gerðu þar til hún hélt þeim eft­ir í kjöl­far vetr­ar­frís árið 2019, þar sem hún taldi sér ekki stætt að senda þau til baka, líkt og rakið var hér á und­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert