Vafi um lögmæti ríkisaðstoðar til Farice 

Fjarskiptasæstrengur
Fjarskiptasæstrengur

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA ákvað í dag að hefja rann­sókn á meintri rík­isaðstoð til Farice og hvort hún  í sam­ræmi við rík­isaðstoðarregl­ur sam­kvæmt tilkynn­ingu frá stofn­unni.  

Farice býður upp á fjar­skipta­sam­band á milli Íslands og Evr­ópuFyr­ir­tækið und­ir­ritaði þjón­ustu­samn­ing við ís­lenska ríkið í des­em­ber 2018 varðandi lagn­ingu á fjar­skiptasæ­strengnum IRIS milli Íslands og Evr­ópu 

Sam­kvæmt samn­ingn­um fékk Farice einnig greiðslur fyr­ir hafs­botns­rann­sókn sem fram­kvæmd var á ár­un­um 2019 til 2021. 

Árið 2021 til­kynntu ís­lensk stjórn­völd ESA fyr­ir­ætlan­ir sín­ar um að veita Farice rík­isaðstoð vegna lagn­ing­ar á IRIS fjar­skipt­a­strengn­um. Rík­isaðstoðin var í formi hluta­fjáraukn­ing­ar í Farice, þ.e. auk­inna fjár­magna frá hluta­fé­lögum fyr­ir­tæk­is­ins, en fyr­ir­tækið er al­farið í eigu ís­lenska rík­is­ins. ESA taldi þá áætl­unina um rík­isaðstoð við Farice í sam­ræmi við EES reglu­gerð.  

Hugs­an­leg rösk­un á sam­keppni

Niðurstaðan var hins veg­ar ógilt fyr­ir EFTA-dóm­stóli í júní 2022 og var í kjöl­farið tek­in upp aft­ur af ESA. Byggt á nú­ver­andi upp­lýs­ing­um tel­ur ESA ástæðu fyr­ir ít­ar­legri rann­sókn á lög­mæti rík­isaðstoðar við Farice, í sam­ræmi við rík­isaðstoðarákvæði EES-samn­ingsins. 

ESA tel­ur meðal ann­ars að ekki sé ljóst eins og er hvort já­kvæð áhrif ráðstöf­un­ar­inn­ar vegi þyngra en hugs­an­leg rösk­un á sam­keppni og nei­kvæð áhrif á viðskipti. Einnig tel­ur ESA að vafi leiki á hvort að um rík­isaðstoð hafi verið að ræða þegar kom að fram­kvæmd á hafs­botns­r­annsókninni, þar sem ekki sé hægt að úti­loka íviln­un í garð Farice.  
 
ákvörðun að hefja rann­sókn hef­ur ekki áhrif á end­an­lega niður­stöðu ESA. En ESA kall­ar nú eftir at­huga­semd­um og upp­lýs­ing­um frá ís­lensk­um stjórn­völd­um og öðrum aðilum sem telja sig eiga hags­muna að gæta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert