Vilja mat á styttingu framhaldsskólanna

Námstími til stúdentsprófs var styttur niður til þriggja ára. LÍS …
Námstími til stúdentsprófs var styttur niður til þriggja ára. LÍS og SÍF krefjast nú mats á þeim áhrifum sem styttingin hefur haft í för með sér. mbl.is/Hákon

Lands­sam­tök ís­lenskra stúd­enta (LÍS) og Sam­tök ís­lenskra fram­halds­skóla­nema (SÍF) hafa kraf­ist þess að mat verði lagt á þau áhrif sem stytt­ing­ar á náms­tíma fram­halds­skól­ans hafa haft. Þetta kem­ur fram í sam­eig­in­legri álykt­un frá sam­tök­un­um tvenn­um til mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins og há­skóla-. iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins.

Í álykt­un­inni seg­ir að ágæt reynsla sé nú kom­in af þriggja ára kerf­inu og sé því ástæða fyr­ir því að gera út­tekt á áhrif­um stytt­ing­ar­inn­ar.

Rök­in sem bor­in eru fyr­ir mat­inu eru þau að stytt­ings náms­tíma til stúd­ents­prófa úr fjór­um árum í þrjú hafi haft „víðtæk áhrif á ís­lenskt sam­fé­lag, þar á meðal á starf­semi fram­halds­skóla, há­skóla, líðan ung­menna og ís­lensk­an vinnu­markað.“

Þau vilja því að í mat­inu sé mið tekið af of­an­greind­um þátt­um meðal annarra. Þar að auki þurfi að meta hvort þau mark­mið sem stjórn­völd settu fram með breyt­ing­unni hafi verið upp­fyllt og hvað önn­ur áhrif stytt­ing­in hef­ur haft á ís­lenskt sam­fé­lag, tóm­stundaþátt­töku ung­menna og vinnu­markað. 

Í álykt­un­inni er minnst á það að í skýrslu þáver­andi mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra um ár­ang­ur og áhrif stytt­ing­ar­inn­ar frá ár­inu 2020 kem­ur fram að ráðherra hafi áformað að koma af stað verk­efni til fimm ára til þess að leggja mat á það hversu und­ir­bún­ir nem­end­ur koma til há­skóla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert