900 milljónir fara í styrki til orkuskipta

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýsa styrki til orkuskipta að 900 milljónum króna.

Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Íslands.

Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu jafnframt og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt.

Styrkirnir ná til ýmisa verkefna sem snerta framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti, samgöngum, hraðhleðslustöðvum, hlesðluinnviðum í höfnum og tækjabúnaði sem nýtir endurnýjanlega orku í stað olíu.

Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum um það hvernig við náum metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum.  Orkuskiptin eru nauðsynlegur þáttur í þeirri vegferð og þurfa að komast strax til framkvæmda.“ lýsir Guðlaugur Þór yfir í tilkynningunni.

Frestur til þess að sækja um styrk er til 19. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka