900 milljónir fara í styrki til orkuskipta

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra hef­ur ákveðið að aug­lýsa styrki til orku­skipta að 900 millj­ón­um króna.

Styrk­irn­ir eru liður í aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­mál­um og orku­skipt­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyti Íslands.

Áhersla er lögð á vist­væna ork­u­nýt­ingu jafn­framt og að styðja við orku­skipti í sam­göng­um um land allt.

Styrk­irn­ir ná til ýmisa verk­efna sem snerta fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legu eldsneyti, sam­göng­um, hraðhleðslu­stöðvum, hlesðluinnviðum í höfn­um og tækja­búnaði sem nýt­ir end­ur­nýj­an­lega orku í stað olíu.

Við stönd­um frammi fyr­ir mikl­um áskor­un­um um það hvernig við náum metnaðarfull­um mark­miðum okk­ar í lofts­lags­mál­um.  Orku­skipt­in eru nauðsyn­leg­ur þátt­ur í þeirri veg­ferð og þurfa að kom­ast strax til fram­kvæmda.“ lýs­ir Guðlaug­ur Þór yfir í til­kynn­ing­unni.

Frest­ur til þess að sækja um styrk er til 19. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert