Allt að 10 stiga frost í dag

Frost í Heiðmörk.
Frost í Heiðmörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er vax­andi norðanátt og 8-15 metr­um á sek­úndu síðdeg­is. Él verða fyr­ir norðan og aust­an en ann­ars úr­komu­lítið. Frost verður yf­ir­leitt á bil­inu 3 til 10 stig.

Norðaust­an 5-13 m/​s verða á morg­un en held­ur hvass­ari vind­ur suðaust­an til. Áfram­hald­andi él verða norðan og aust­an til en bjart að mestu sunn­an heiða. Frost verður á bil­inu 5 til 13 stig.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert