Spáð er vaxandi norðanátt og 8-15 metrum á sekúndu síðdegis. Él verða fyrir norðan og austan en annars úrkomulítið. Frost verður yfirleitt á bilinu 3 til 10 stig.
Norðaustan 5-13 m/s verða á morgun en heldur hvassari vindur suðaustan til. Áframhaldandi él verða norðan og austan til en bjart að mestu sunnan heiða. Frost verður á bilinu 5 til 13 stig.