Almannatenglar töpuðu orðsporinu

Almannatenglar hafa verið þekktir fyrir sitt ,,plögg.
Almannatenglar hafa verið þekktir fyrir sitt ,,plögg." Ljósmynd/Colourbox

Svo virðist vera sem starfs­heitið al­manna­teng­ill sé á und­an­haldi en þess í stað hafa sam­skiptaráðgjaf­ar sprottið upp í aukn­um mæli. Tveir sér­fræðing­ar í al­mannat..sam­skiptaráðgjöf segja ástæðuna nei­kvæð teng­ing al­menn­ings við starfs­heitið en einnig hef­ur starf þeirra sem starfa við miðlun breyst und­an­far­in ár.

Leik­rit, áróður og lyg­ar 

„Í gamla daga var orðið al­manna­teng­ill tengt við áróður og það skipti ekki máli hvernig um­fjöll­un þú fékkst, held­ur að þú kæm­ist í fjöl­miðla. Þess vegna með leik­rit, áróður og lyg­ar. Þessi sýn hef­ur verið tengd al­manna­tengsl­um alla tíð,“ seg­ir Andrea Guðmunds­dótt­ir, fag­stjóri miðlun­ar og al­manna­tengsla við há­skól­ann á Bif­röst.

Andrea Guðmundsdóttir
Andrea Guðmunds­dótt­ir

Seg­ir hún að í ljósi þessa sé ímynd­in sem al­menn­ing­ur hef­ur á al­manna­tengl­um nei­kvæð. „Sam­skiptaráðgjaf­ar, sam­skipta­stjór­ar og upp­lýs­inga­full­trú­ar eru bún­ir að taka við af starfs­heit­inu al­manna­teng­ill," seg­ir Andrea.

En eru þá í lág­marki þau störf þar sem fólk starfar við að hafa áhrif á umræðu og „spinna“?

„Já, þetta er sú umræða sem við vilj­um vinna gegn. Við vilj­um byggja á trausti og gagn­sæi og orðið al­manna­teng­ill hef­ur nei­kvæða sýn vegna þessa,“ seg­ir Andrea.

Hafa van­rækt eigið vörumerki 

Bryn­dís Niel­sen, sam­skiptaráðgjafi hjá At­hygli, hef­ur starfað við al­manna­tengsl í vel á ann­an tug áraHún tel­ur þróun starfs­heit­is­ins vera til marks um það að al­manna­tengl­ar hafi ekki verið nægj­an­lega dug­leg­ir við að rækta eig­in garð. „Það kem­ur í hug­ann orðatil­tækið börn skó­ar­ans ganga um ber­fætt. Þetta er dæmi um slíkt. Við höf­um van­rækt okk­ar eigið vörumerki," seg­ir Bryn­dís.

Bryndís Nielsen
Bryn­dís Niel­sen

Þá bend­ir hún á að marg­ir sem starfa við al­manna­tengsl séu fyrr­um blaðamenn sem hafa bölvað al­manna­tengl­um alla tíð. Það hjálpi starfs­heit­inu ekki. „Þeir hafa marg­ir ekki viljað láta kalla sig al­manna­tengil. Lík­lega spil­ar það sinn þátt í því að sí­fellt fleiri sam­skipta­full­trú­ar eru í starfi en al­manna­tengl­um fækk­ar," seg­ir Bryn­dís.

 Bíó­mynd­ir gefið nei­kvæða sýn 

„Að hluta til er þetta tengt við hug­takið PR og þá sér fólk fyr­ir sér banda­ríska spuna­meist­ara í bíó­mynd­um sem ljúga og plotta. Það er samt ekki al­veg lýs­andi fyr­ir hlut­verk lang­flestra í þessu starfi,“ seg­ir Bryn­dís.

Í dag snú­ist starf margra um að koma rétt­um upp­lýs­ing­um á fram­færi á manna­máli. Mik­il­vægt sé að sann­leik­ur­inn sé hafður að leiðarljósi því ann­ars sé hætt við því að þú fáir það fljótt í bakið. „Það er regla núm­er 1,2 og 3 að fara með rétt mál. Það borg­ar sig aldrei að vera í ein­hverju lygaplotti,“ seg­ir Bryn­dís.

Þá bend­ir hún á að stofn­an­ir t.a.m. hafi mikla skyldu um upp­lýs­inga­gjöf og stór hluti starfs­ins snú­ist um það. „Þegar ég var að byrja snér­ist þetta að miklu leyti um að skrifa frétta­til­kynn­ing­ar og halda blaðamanna­fundi. Núna snýst þetta hins veg­ar mikið um að veita stjórn­end­um ráðgjöf varðandi sam­skipti við önn­ur fyr­ir­tæki eða fjöl­miðla t.a.m,“ seg­ir Bryn­dís.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert