Alþingi veitti í dag tuttugu og einum íslenskan ríkisborgararétt með lögum sem samþykkt voru á þinginu. Þessir nýju ríkisborgarar eru fæddir í 14 mismunandi löndum, en þar af eru fimm fæddir á Íslandi.
Meðal þeirra sem fengu ríkisborgararétt í þetta skiptið er listakonan Roni Horn. Hún er meðal virtustu bandarískra myndlistarmanna sinnar kynslóðar, hefur lengi unnið með i8, en Vatnasafn, með verkum hennar, er í Stykkishólmi.
Eftirfarandi fengu ríkisborgararétt:
1. Alexander Elliott, f. 1983 í Bretlandi.
2. Amir Nasir, f. 1995 í Mjanmar.
3. Amirhossein Kateb Kateshamshir, f. 2015 í Hollandi.
4. Andrei Menshenin, f. 1989 í Sovétríkjunum.
5. Atli Björn Contant, f. 2020 á Íslandi.
6. David Thor Linker, f. 1951 á Íslandi.
7. Eric Contant, f. 1985 í Kanada.
8. Eva Lilja Contant, f. 2022 á Íslandi.
9. Gavriel Ntiedu George, f. 2015 á Ítalíu.
10. Hiwa Koliji, f. 1977 í Íran.
11. Ivana Blagojevic, f. 1992 í Serbíu.
12. Julia Vallieres-Pilon, f. 1986 í Kanada.
13. Kelsey Paige Hopkins, f. 1986 í Bandaríkjunum.
14. Larencia Oduro Kwarteng, f. 1992 í Gana.
15. Nutcharee Pairueang, f. 1987 í Taílandi.
16. Oksana Jóhannesson, f. 1984 í Úkraínu.
17. Rita Sunny-Yangs, f. 1971 í Nígeríu.
18. Roni Horn, f. 1955 í Bandaríkjunum.
19. Taha Kateb Kateshamshir, f. 2018 á Íslandi.
20. Yasin Kateb Kateshamshir, f. 2018 á Íslandi.
21. Yeboaa Lois George, f. 2017 á Ítalíu.