Ashwagandha ekstrakt yfir hámarki

Matvælastofnun á Selfossi.
Matvælastofnun á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi

Mat­væla­stofn­un (MAST) hef­ur varað við neyslu á fæðubóta­efn­inu Ashwag­andha KSM-66 vegna þess að of mikið magn af ashwag­andha ekstrakti er í vör­unni. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá MAST. 

Le­an­bo­dy ehf. og MAST hafa kallað inn all­ar fram­leiðslu­lot­ur af vör­unni vegna þess að magn ashwag­andha ekstrakts fer yfir þau mörk sem tal­in eru vera ör­ugg. Því held­ur MAST því fram að fæðubóta­efnið gæti verið heilsu­spill­andi.

Neyt­end­um sem hafa þegar keypt fæðubóta­efnið er bent á að neyta ekki vör­unn­ar og beðnir um að skila henni í versl­un Le­an­bo­dy í Glæsi­bæ.

Fæðubóta­efnið er frá Bretlandi og unnið úr ashwag­anda­jurt sem er ayur­ve­dísk jurt.  Ashwag­and­ha­jurt vex aðallega í Afr­íku og sunn­an­verðri Asíu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert