Ashwagandha ekstrakt yfir hámarki

Matvælastofnun á Selfossi.
Matvælastofnun á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi

Matvælastofnun (MAST) hefur varað við neyslu á fæðubótaefninu Ashwagandha KSM-66 vegna þess að of mikið magn af ashwagandha ekstrakti er í vörunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. 

Leanbody ehf. og MAST hafa kallað inn allar framleiðslulotur af vörunni vegna þess að magn ashwagandha ekstrakts fer yfir þau mörk sem talin eru vera örugg. Því heldur MAST því fram að fæðubótaefnið gæti verið heilsuspillandi.

Neytendum sem hafa þegar keypt fæðubótaefnið er bent á að neyta ekki vörunnar og beðnir um að skila henni í verslun Leanbody í Glæsibæ.

Fæðubótaefnið er frá Bretlandi og unnið úr ashwagandajurt sem er ayurvedísk jurt.  Ashwagandhajurt vex aðallega í Afríku og sunnanverðri Asíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert