Auglýsingu breytt í miðju ráðningarferli

Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Alþingi.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsætisráðuneytið hefur ráðið Rósu Björk Brynjólfsdóttur, varaþingmann Samfylkingarinnar, sem verkefnastjóra alþjóðamála til sex mánaða. Ráðningin tengist leiðtogafundi Evrópuráðsins, sem haldinn verður hér á landi um miðjan maí.

Óvenjulegt er að varaþingmaður stjórnarandstöðu sé ráðinn til slíkra starfa hjá ríkisstjórn, en Rósa Björk tók síðast sæti á Alþingi nú í janúar og febrúar. Ekki verður séð að ráðningarinnar hafi verið getið í frétt á vef stjórnarráðsins, en Rósa Björk greindi sjálf frá henni á félagsmiðlum um miðjan febrúar. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri hefur ekki svarað fyrirspurnum um ráðninguna, auglýsingar og umsækjendur, en nokkur afbrigði voru í ráðningarferlinu.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert