Auglýsir eftir drónamyndskeiðum af gosinu

Frá gosinu í Geldingadölum í ágúst 2021.
Frá gosinu í Geldingadölum í ágúst 2021. mbl.is/Kristinn Magnússon

Krist­ín Jóns­dótt­ir eld­fjalla- og jarðskjálfta­fræðing­ur hjá nátt­úru­váreft­ir­liti hjá Veður­stofu Íslands aug­lýs­ir eft­ir dróna­mynd­skeiðum af eld­gos­inu í Fagra­dals­fjalli.

Í tísti á Twitter seg­ir hún að leit­ast sé eft­ir mynd­skeiðum á til­tekn­um tím­um í júlí 2021, í þeim til­gangi að sjá hvernig virkni var í gígn­um á þeim tím­um. 

Hún tek­ur fram að öll mynd­skeið séu þegin með þökk­um, jafn­vel þó ekki sé nema um nokkr­ar sek­únd­ur að ræða.   

Hér fyr­ir neðan má sjá tístið og lista yfir tíma­setn­ing­arn­ar sem leit­ast er eft­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert