Bíða jafnvel þar til veikindin teljast bráð

Sigríður Dóra segir álagið mikið og eftirspurnin meiri en hægt …
Sigríður Dóra segir álagið mikið og eftirspurnin meiri en hægt sé að anna. Ljósmynd/Lögreglan

„Það er ekk­ert lát og við sjá­um lít­il merki þess ennþá. Það er ennþá mikið um streptó­kokka og beiðnir um streptó­kokka­próf, og all­ar þess­ir pest­ir eru bara enn á fullu,“ seg­ir Sig­ríður Dóra Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá heilsu­gæsl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, um stöðuna veik­ind­um í sam­fé­lag­inu í sam­tali við mbl.is.

„Við gleym­um því oft að mars er pest­ar­mánuður, en við von­um að þetta fari að gefa und­an í apríl,“ bæt­ir hún við.

Álagið á heilsu­gæsl­unni er mikið og eft­ir­spurn­in meiri en starfs­fólkið ræður við, að sögn Sig­ríðar. Löng bið geti því verið eft­ir tíma hjá lækni og hætt við að fólk leiti skyndi­lausna og veigri sér jafn­vel við að leita til lækn­is.

Hún seg­ir starfs­fólkið alltaf á fullu og þá séu marg­ir að taka út or­lof sem ekki var hægt að taka í covid-far­aldr­in­um. 

Hún tek­ur þó fram alltaf sé hægt að kom­ast að hjá lækni með bráð er­indi, en fyr­ir­komu­lagið sé mis­mun­andi á milli heilsu­gæslu­stöðva.

Fólk leit­ar meira í skyndi­lausn­ir

Spurð hvort kerfið sé al­veg sprungið í ljósi óvenju mik­illa veik­inda í sam­fé­lag­inu, seg­ir hún það ekki meira sprungið en það hef­ur verið.

„Það allt heil­brigðis­kerfið, það er ekki bara hjá okk­ur, það er gríðarlega mikið álag og eft­ir­spurn­in eft­ir þjón­ustu meiri en við ráðum við. Al­veg sama hvað reyn­um að beina fólki í rétt­an far­veg. Það er ekki annað hægt en að horf­ast í augu við það.“

En hvað þýðir það?

„Það er lengri bið eft­ir þjón­ustu, það er bara þannig. Fólk leit­ar meira skyndi­lausna, kem­ur í bráðatíma, bíður þangað til er­ind­in eru kom­in þangað. Það er niðurstaðan.“

Hún tel­ur al­veg lík­legt að ein­hverj­ir veigri sér við að leita á heilsu­gæsl­una vegna þess hve biðin er löng.

„Án efa, ég er al­veg viss um að það er eitt­hvað um að fólk fer ekki af stað af því það held­ur að það fái ekki tíma. Og leit­ar þá kannski á staði þar sem er meira um skyndi­lausn­ir og finn­ur sér sjálft lausn­ir. Það er eðli­legt þegar það er ekki hægt að kom­ast að.“

Ekki bjart­sýn á að það dragi úr álagi

Sig­ríður er ekki viss um að það verði neitt ró­legra á heilsu­gæsl­unni með vor­inu, þegar pest­arn­ar verða á und­an­haldi.

„Við erum alltaf að von­ast til að það verði ró­legra en ég er ekki svo bjart­sýn að halda að það sé, en við verðum að halda í von­ina. Við get­um ekki annað. Það er eng­in upp­gjöf en það er álag.“

Hún seg­ir vissu­lega farið að bera á þreytu hjá starfs­fólk­inu en það hafi þó ekki leitt til auk­inna veik­inda, enn sem komið er. Það geti þó farið að koma upp lang­tíma­veik­indi haldi álagið áfram að vera jafn mikið. „Við þurf­um að gæta að því,“ seg­ir Sig­ríður að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert