Í tilefni þess að í dag hefði skáksnillingurinn Bobby Fischer orðið áttræður ákvað bókaútgáfan Ugla að ný íslensk útgáfa af endurminningum Garðars Sverrissonar, Yfir farinn veg með Bobby Fischer, kæmi út ásamt hljóðbók á Storytel.
Upplesturinn annast Jóhann Sigurðarson leikari sem var góðkunningi Fischers. Bókin hefur áður komið út á ensku undir heitinu Bobby Fischer – The Final Years og þykir varpa nýju ljósi á líf og tilfinningar mannsins á bak við goðsögnina um snillinginn einræna, manninn sem svo sannarlega vildi lifa lífi sínu fjarri sviðsljósi fjölmiðlanna. Fyrir bragðið urðu til um hann alls kyns flökkusögur sem hann sjálfur tók misalvarlega eins og fram kemur víða í bókinni.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.