Bobby Fischer hefði orðið áttræður í dag

Fischer (til vinstri) og Garðar í heimsókn hjá Eddu Þráinsdóttur, …
Fischer (til vinstri) og Garðar í heimsókn hjá Eddu Þráinsdóttur, ekkju Freysteins Þorbergssonar, skákmeistara, gamals vinar Fischers.

Í til­efni þess að í dag hefði skák­snill­ing­ur­inn Bobby Fischer orðið átt­ræður ákvað bóka­út­gáf­an Ugla að ný ís­lensk út­gáfa af end­ur­minn­ing­um Garðars Sverris­son­ar, Yfir far­inn veg með Bobby Fischer, kæmi út ásamt hljóðbók á Stor­ytel.

Upp­lest­ur­inn ann­ast Jó­hann Sig­urðar­son leik­ari sem var góðkunn­ingi Fischers. Bók­in hef­ur áður komið út á ensku und­ir heit­inu Bobby Fischer – The Final Ye­ars og þykir varpa nýju ljósi á líf og til­finn­ing­ar manns­ins á bak við goðsögn­ina um snill­ing­inn ein­ræna, mann­inn sem svo sann­ar­lega vildi lifa lífi sínu fjarri sviðsljósi fjöl­miðlanna. Fyr­ir bragðið urðu til um hann alls kyns flökku­sög­ur sem hann sjálf­ur tók misal­var­lega eins og fram kem­ur víða í bók­inni.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert