Börn forðist úti­vist og áreynslu

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá …
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Hár styrk­ur svifryks mæld­ist í Reykja­vík­ur­borg í dag. Borg­in hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu til að vara börn og þá sem viðkvæm­ir eru í önd­un­ar­fær­um við úti­vist og íþróttaiðkun í ná­grenni stórra um­ferðagatna.

„Al­menn­ing­ur er því hvatt­ur til að draga úr notk­un einka­bíls­ins ef unnt er, til dæm­is geyma ferðir sem ekki eru aðkallandi, nýta sér frek­ar al­menn­ings­sam­göng­ur, sam­ein­ast í bíla eða nota aðra vist­væna sam­göngu­máta. Þeir sem eru viðkvæm­ir fyr­ir í önd­un­ar­fær­um og börn ættu að forðast úti­vist og áreynslu, svo sem íþróttaiðkun, í ná­grenni stórra um­ferðagatna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ekki viðvar­andi ástand

Fram kem­ur að hæsta klukku­stunda­gildi við Grens­ás­veg var 120 míkró­grömm á rúm­metra kl. 9:00. Á sama tíma var hæsta gildi við leik­skól­ann Lund 128,5 míkró­grömm á rúm­metra.

Í mælistöð Faxa­flóa­hafna við Laug­ar­nes var hæsta gildið 106,1 míkró­grömm á rúm­metra kl. 11. Hæsta gildið við Vest­ur­bæj­ar­laug var 89,8 míkró­grömm á rúm­metra kl. 10.

„Hækkaður styrk­ur or­sak­ast af því að í dag er hæg­ur vind­ur í borg­inni og kalt, göt­ur þurr­ar og eng­in úr­koma. Því nær um­ferðin að þyrla upp ryki sem hang­ir svo í loft­inu þar sem vind­hraðinn er of lít­ill til að færa það á brott,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Jafn­framt seg­ir að gert sé ráð fyr­ir meiri vindi á morg­un og því minni lík­ur á að ástandið verði viðvar­andi.

Hægt er að fylgj­ast með styrk svifryks og annarra meng­andi efna á loft­gæði.is. Þar má sjá kort yfir mæl­istaði í Reykja­vík og ann­ars staðar á land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert