Tveggja bíla árekstur varð á Fjölnisgötu á Akureyri rúmlega 12:30 í dag þegar önnur bifreiðin ekur í veg fyrir hina. Endaði önnur bifreiðin upp á skafli, líkt og sést á myndinni.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra urðu ekki alvarleg slys á fólki og þá voru báðir bílarnir illa farnir eftir áreksturinn og í óökuhæfu ástandi. Tilkynning um slysið barst kl. 12:38.
Að sögn lögreglu er mikill snjór og snjókoma á Akureyri og hvetur lögreglan ökumenn til að fara varlega í hálkunni og hafa ljósin kveikt. Spáð er við áframhaldandi snjókomu og vetrarfærð fyrir norðan.