Fjölga á lögreglumönnum um 80

Gangi áætlun dómsmálaráðherra eftir verður fjölgað í lögreglunni um 80 …
Gangi áætlun dómsmálaráðherra eftir verður fjölgað í lögreglunni um 80 stöðugildi á komandi árum. Samsett mynd

Stórefla á lögregluna með því að fjölga lögreglumönnum um 70 á komandi árum, en til að ná þessu markmiði á að efla lögreglunám og útskrifa tvöfalt fleiri úr lögreglunámi en nú er. Þetta er meðal þess sem tilkynnt var á fundi dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra, lögreglustjóra landsins, auk ríkissaksóknara og héraðssaksóknari.

Þetta kemur til viðbótar við 10 stöðugildi sem fjölgað var um í tengslum við rannsókn og saksókn kynferðisbrota sem bættust við um áramótin.

Til samanburðar starfa um 700 lögreglumenn á landinu í dag og nemur þessi fjölgun því um 11,4% aukningu samtals.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra boðaði á fundinum einnig aukinn búnað hjá lögreglunni, m.a. varnarbúnað.

Samkvæmt kynningu á fundinum er gert ráð fyrir að stöðugildin skiptist svona niður:

  • Um 30 lögreglumenn um allt land
  • Um 10 sérfræðingar í margvísleg lögreglustörf, þar á meðal almannavarnir og samfélagslöggæslu
  • Um 10 landamæraverðir
  • Um 20 stöðugildi til að takast á við skipulagða brotastarfsemi
  • Um 10 stöðugildi við rannsókn og saksókn kynferðisbrota (þessi stöðugildi bættust við um áramótin)
Á fundinum kynna þau Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir …
Á fundinum kynna þau Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari eflingu á starfsemi lögreglunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert