Fjölgun kostar 1,5 milljarð á ári

Jón Gunnarsson á blaðamannafundi þar sem fjölgun lögreglumanna var tilkynnt.
Jón Gunnarsson á blaðamannafundi þar sem fjölgun lögreglumanna var tilkynnt. Eggert Jóhannesson

Jón Gunn­ars­son, dóms­málaráðherra, seg­ir að þörf­in fyr­ir auk­inni lög­gæslu hafi legið fyr­ir eft­ir grein­ingu þess efn­is. „Við (Vil­hjálm­ur Árna­son), gerðum rík­is­stjórn­inni grein fyr­ir þeirri al­var­legu stöðu sem við stefnd­um í,“ seg­ir Jón.

Áætlað er að ár­leg­ur kostnaður við aukn­ing­una komi til með að kosta 1,5 millj­arða króna á fjár­lög­um þessa árs. Þessi kostnaður er til fram­búðar. Við bæt­ist svo sá kostnaður sem sem fer í að tvö­falda þann fjölda sem út­skrif­ast úr lög­reglu­skól­an­um. Fara þeir úr 40 á ári í 80 á ári.

10 landa­mæra­verðir á Suður­landi 

Fyrri fjár­veit­ing hafi nýst í að vinna á hala kyn­ferðis­brota­mála en nú sé sjón­um beint að al­mennri lög­gæslu með 80 stöðugild­um um allt land.

„Við horf­um til landa­mæra­vörsl­unn­ar og ekki síst skipu­lagðrar brot­a­starf­semi. Það er mikið álag á landa­mær­un­um sem krefst auk­inna viðbragða þar. Við bæt­um við 10 landa­mæra­vörðum á Suður­landi sem er til þess að bregðast við aukn­um ferðamanna­fjölda en einnig aukn­um flótta­manna­fjölda,“ seg­ir Jón.

Ekki merkj­an­leg aukn­ing glæpa

Hann seg­ir ekki merkj­an­leg aukn­ing glæpa hjá þess­um hópi sem komið hafa inn í landið. Hins veg­ar sé merkj­an­leg aukn­ing skipu­lagðrar brot­a­starfs­semi sem horft er til. Fíkni­efnainn­flutn­ing, man­sal og vændi svo dæmi séu nefnd. „Það get­ur svo tengst yfir í þá sem koma hingað sem flótta­menn,“ seg­ir Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert