Fjölgun kostar 1,5 milljarð á ári

Jón Gunnarsson á blaðamannafundi þar sem fjölgun lögreglumanna var tilkynnt.
Jón Gunnarsson á blaðamannafundi þar sem fjölgun lögreglumanna var tilkynnt. Eggert Jóhannesson

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að þörfin fyrir aukinni löggæslu hafi legið fyrir eftir greiningu þess efnis. „Við (Vilhjálmur Árnason), gerðum ríkisstjórninni grein fyrir þeirri alvarlegu stöðu sem við stefndum í,“ segir Jón.

Áætlað er að árlegur kostnaður við aukninguna komi til með að kosta 1,5 milljarða króna á fjárlögum þessa árs. Þessi kostnaður er til frambúðar. Við bætist svo sá kostnaður sem sem fer í að tvöfalda þann fjölda sem útskrifast úr lögregluskólanum. Fara þeir úr 40 á ári í 80 á ári.

10 landamæraverðir á Suðurlandi 

Fyrri fjárveiting hafi nýst í að vinna á hala kynferðisbrotamála en nú sé sjónum beint að almennri löggæslu með 80 stöðugildum um allt land.

„Við horfum til landamæravörslunnar og ekki síst skipulagðrar brotastarfsemi. Það er mikið álag á landamærunum sem krefst aukinna viðbragða þar. Við bætum við 10 landamæravörðum á Suðurlandi sem er til þess að bregðast við auknum ferðamannafjölda en einnig auknum flóttamannafjölda,“ segir Jón.

Ekki merkjanleg aukning glæpa

Hann segir ekki merkjanleg aukning glæpa hjá þessum hópi sem komið hafa inn í landið. Hins vegar sé merkjanleg aukning skipulagðrar brotastarfssemi sem horft er til. Fíkniefnainnflutning, mansal og vændi svo dæmi séu nefnd. „Það getur svo tengst yfir í þá sem koma hingað sem flóttamenn,“ segir Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert